S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
12.9.2008 | 8:50 | OOJ | Landslið
Svakalegur endasprettur á landsliðssumri stelpnanna
Kvennalandsliðið hefur lokið fyrrihálfleik í Evrópukeppninni.
Þá áttu sumir eftir að keyra til Reykjavíkur eða jafnvel enn lengur. Stelpurnar höfðu þar með lokið sínu tíunda flugi á aðeins sjö dögum en ein í hópnum átti eftir að bæta tveimur við daginn eftir því Helena Sverrisdóttir fer strax til Bandaríkjanna í dag. Dagurinn byrjaði á rútuferð niður eftir stærsta gljúfri Evrópu þar sem rútan læddist utan í fjallshlíðum í um tvo klukkutíma áður en komið var á flugvöllinn í Podgorica. Það var merkilegt að sjá nú leiðina sem hópurinn fór í myrkri þegar komið var til Svartfjallalands á þriðjudagskvöldið. Eina sem vitað var þá var að rútan fór hring eftir hring upp hverja fjallshlíðina á fætur annarri en nú kom í ljós ótrúleg fjallasýn og einstök náttúrufegurð auk þess að það var hvorki fyrir loft- eða bílhrædda að vera horfa mikið niður eða upp. Íslenski hópurinn eyddi sex tíma bið í Belgrad með því að skella sér niður í bæ þar sem litið var í verslanir og borðað. Það var farið meðal annars í sérstaka sportverslun þeirra Vlade Divac og Chris Webber þar sem seldar eru sérstakar Dada-vörur sem eru skírðar eftir serbneska miðherjanum snjalla sem gerði garðinn frægann í NBA-deildinni með bæði Los Angeles Lakers og Sacramento Kings. Þeir félagar voru þó hvorugir á staðnum, kannski voru þeir bara í mat rétt á meðan íslenski hópurinn kíkti í heimsókn (smá grín). Tæplega þriggja tíma seinkun á flugi til Kaupamannahafnar frá flugvellinum í Belgrad sá næstum því til þess að hópurinn missti af síðasta fluginu frá Kaupamannahöfn til Keflavíkur. Allir í íslenska hópnum, undir góðri forustu fararstjórans Guðbjargar Norðfjörð, voru hinsvegar á sömu blaðsíðu. Með sameinuðu og skipulögðu átaki tókst að koma töskunum á rétta stað, hlaupa flugstöðina á enda, renna sér í gegnum öryggishliðið og ná inn í hliðið áður en en dyrunum var lokað. Það mátti ekki miklu muna en sveitt og móð settust allir ánægðir í sætin enda aðeins eitt flug eftir þangað til að allir væri komnir heim. Það var sérstaklega mikilvægt fyrir Helenu Sverrisdóttur að komast heim með kvöldfluginu því hún heldur í aðra langa flugferð strax á morgun þegar hún flýgur alla leið til Dallas í Texas-ríki í Bandaríkjunum þar sem skólinn bíður. Helena fékk sérstakt leyfi frá Texas Christian skólanum til þess að spila með íslenska landsliðinu en á meðan missti hún bæði af tímum sem og æfingum með TCU-liðinu. Nú er hún hinsvegar á leiðinni út á sitt annað ár í háskólaboltanum með TCU. |