© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.9.2008 | 12:55 | OOJ | Landslið
Helena yngst allra körfuboltakvenna í 30 A-landsleiki
Helena Sverrisdóttir hefur skorað 461 stig fyrir A-lið kvenna. Mynd: SÖA
Helena Sverrisdóttir bætti í gær rúmlega tíu ára met Önnu Dísar Sveinbjörnsdóttur þegar hún varð yngsta körfuboltakona Íslands til þess að ná því að leika 30 A-landsleiki. Helena bættti metið rúmt ár en Anna Dís var 21 árs, sjö mánaða og 3 daga þegar hún lék sinn 30. og síðasta landsleik á Promotion Cup í Austurríki sumarið 1998. Helena var 20 ára, fimm mánaða og 30 daga gömul í gær þegar íslenska kvennalandsliðið mætti Svartfjallalandi í fimmta og síðasta leik sínum í Evrópukeppninni í haust.

Helena er einnig yngsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún var aðeins 14 ára og 9 mánaða þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Englandi á móti í Lúxemborg 27. desember 2002. Helena skoraði ekki í sínum fyrstu þremur landsleikjum en skoraði síðan 22 stig í þeim fjórða sem var á móti Noregi á Norðurlandamóti einu og hálfu ári síðar.

Helena er þegar komin upp í 3. sæti yfir stigahæstu leikmenn A-landsliðs kvenna frá upphafi. Helena hefur skorað 495 stig í leikjunum 30 eða 16,5 að meðaltali í leik. Hana vantar 108 stig til að ná Birnu Valgarðsdóttur í 2. sætinu og 264 stig til að jafna met Önnu Maríu Sveinsdóttur sem skoraði 749 stig í sínum 60 landsleikjum en það gera 12,7 stig að meðaltali í leik.

Anna Dís Sveinbjörnsdóttir lék 30 landsleiki á árunum 199-1998 en lék engan landsleik eftir að hún fór til Bandaríkjanna og lagði stund á nám við Converse -skólann. Anna Dís kláraði námið 2002 og kom ekki aftur heima eftir það. Hún hætti í körfunni alltof snemma en í sínum 30 landsleikjum þá skoraði hún 225 stig eða 7,5 að meðaltali í leik. Það hafa aðeins ellefu landsliðskonur skorað fleiri stig að meðaltali fyrir A-landsliðið.

Yngstu landsliðskonur til þess að leika 30 A-landsleiki:
20 ára, 5 mánaða og 30 daga - Helena Sverrisdóttir (á móti Svartfjallalandi í Bijelo Polje 2008)
21 árs, 7 mánaða og 3 daga - Anna Dís Sveinbjörnsdóttir (á móti Kýpur í Austurríki 1998)
23 ára, 7 mánaða og 15 daga - Hildur Sigurðardóttir (á móti Englandi á Ásvöllum 2005)
23 ára, 11 mánaða og 28 daga - Helga Þorvaldsdóttir (á móti Danmörku í Bergen 2000)
24 ára og 2 daga - Linda Stefánsdóttir (á móti Albaníu á Möltu 1996)
24 ára, 1 mánaða og 16 daga - Alda Leif Jónsdóttir (á móti Möltu á Möltu 2003)
25 ára, 1 mánaða og 7 daga - Guðbjörg Norðfjörð (á móti Írlandi í Dublin 1997)
25 ára, 2 mánaða og 16 daga - Erla Þorsteinsdóttir (á móti Noregi í DHL-Höllinni 2003)
25 ára, 3 mánaða og 16 daga - Birna Valgarðsdóttir (á móti Írlandi í Lúxemborg 2001)
25 ára, 6 mánaða og 10 daga - Anna María Sveinsdóttir (á móti Möltu í Lúxemborg 1995)



Landsliðsferill Helenu Sverrisdóttur 2002-2008:
2002 3 leikir - 0 stig
2004 6 leikir - 102 stig (17,0 í leik)
2005 6 leikir - 92 stig (15,3 í leik)
2006 3 leikir - 53 stig (17,7 í leik)
2007 3 leikir - 63 stig (21,0 í leik)
2008 9 leikir - 185 stig (20,6 í leik)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bekkjarlið 5. b í Fellaskóla sigraði í fyrsta Landsbankamóti ÍR í minnibolta 1983, en mótið var milli 5. bekkja í Breiðholti. Frá vinstri, Kjartan G. Björnsson, Grétar V. Grétarsson, Hermann Hauksson, Börkur Jakobsson, Gunnar Þór Arnarson og Rúnar Þ. Guðmundsson. Fyrir aftan stendur þjálfari drengjanna og íþróttakennari, Sigvaldi Ingimundarson. Sem kunnugt er varð einn þessara drengja, Hermann Hauksson; landsliðsmaður í körfubolta.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið