S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
9.9.2008 | 8:00 | OOJ
Erfitt ferðalag framundan hjá kvennalandsliðinu
Íslenska landsliðið sem tók þátt í Norðurlandamótinu í ágúst.
Hópurinn flýgur fyrst til Kaupmannahafnar þar sem beðið verður í sex tíma áður en verður flogið áfram til Belgrad í Serbíu. Þriðja og síðasta flugið er síðan frá Belgrad til Podgorica, höfuðborgar Svartfjallalands. Svartfellingar spila sína leiki í 15 þúsund manna bæ, Bijelo Polje, sem er upp í fjöllum og það tekur rúmar tvo klukkutíma að keyra frá flugvellinum í Podgorica til Bijelo Polje. Íslenski hópurinn verður því búinn að vera um 18 tíma á ferðinni þegar komið verður upp á hótel seint í kvöld. Stelpurnar verða örugglega mjög þreyttar eftir ferðalagið í kvöld en þær njóta þess að vera saman og því verður þetta mikla ferðlag vonandi eins og smá ævintýri fyrir þennan samheldna hóp. Flestar eru þær að koma til Svartfjallalands í fyrsta skiptið en í hópnum er þó Jovana Lilja Stefánsdóttir sem er ættuð frá Bosníu og þekkir því þennan hluta Evrópu vel. Það má því búast við því að Jovana þurfi jafnvel að bregða sér í hlutverk túlks komi upp einhverjar spurningar til heimamanna í þessari ferð. Íslenska liðið á móti Svartfjallalandi: 4 Signý Hermannsdóttir, Val 5 Petrúnella Skúladóttir, Grindavík 6 Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukum 7 Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík 8 Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík 9 Helga Einarsdóttir, KR 10 Hildur Sigurðardóttir, KR 11 Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík 12 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR 13 Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum 14 Helena Sverrisdóttir, Haukum/TCU 15 Fanney Lind Guðmundsdóttir, Hamri Þjálfari: Ágúst Björgvinsson Aðstoðarþjálfari: Finnur Freyr Stefánsson Sjúkraþjálfari: Björg Hafsteinsdóttir Fararstjóri: Guðbjörg Norðfjörð |