© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.9.2008 | 12:00 | OOJ
Signý heiðruð í gærkvöldi - fékk gullúr fyrir 50 landsleiki
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ afhenti Signýju gullúrið mynd: SÖA
Signý Hermannsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, náði þeim merka áfanga gegn Hollandi um síðustu helgi að spila sinn 50. landsleik fyrir Íslands hönd. Signý var sjöunda landsliðskonan sem nær því að leika 50 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Í tilefni að því heiðraði stjórn KKÍ Signýju með því að gefa henni gullúr og fékk hún það afhent fyrir leik Íslands og Slóveníu í gærkvöldi. Ásamt gullúrinu fékk hún áritaðan fána frá KKÍ þar sem allir leikmenn og starfsfólk landsliðsins í leiknum gegn Hollandi árituðu.

Í þeim þremur Evrópuleikjum sem eru afstaðnir í haust hefur Signý skoraði 10 stig, tekið 8 fráköst og varið 3 skot að meðaltali. Signý skoraði 11 stig á móti Slóveníu alveg eins og hún gerði á móti Hollandi í leiknum á undan.

Signý spilaði í gærkvöldi sinn 51. landsleik en hún er komin upp í 7. sæti yfir leikjahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi og jafnar Öldu Leif Jónsdóttur í næsta leik. Leiki Signý tvo síðustu leiki íslenska liðsins í Evrópukeppninni á þessu ári þá endar hún landsliðsárið með 53 landsleiki við hlið þeirra Guðbjargar Norðfjörð og Helgu Þorvaldsdóttur í 4. til 6. sæti.

Signý lék sinn fyrsta landsleik á móti Lúxemborg í æfingamóti í Lúxemborg 7. maí 1999 og skoraði þá 3 stig. Hún hefur alls skorað 433 stig í 51 landsleik fyrir A-landsliðið eða 8,5 að meðaltali í leik. Það er bara þrjár landsliðskonur sem hafa skorað meira en hún, Anna María Sveinsdóttir (759), Birna Valgarðsdóttir (603) og Helena Sverrisdóttir (449). Signý hefur leikið alla landsleiki Íslands frá því í maí 2003 en leikurinn í gærkvöldi var 38. landsleikurinn í röð sem hún tekur þátt í.

Signý hefur byrjað inn á í 46 af 51 landsleik sínum og hún var í byrjunarliðinu í 33. leiknum í röð á móti Slóveníu í gær. Signý byrjaði síðast á bekknum með A-landsliðinu í leik á móti Lúxemborg á Smáþjóðaleikunum á Möltu 6. júní 2003. Frá á með leik við Englendinga 28. maí 2004 hefur Signý alltaf verið meðal þeirra fimm fyrstu sem hefja leikinn fyrir Íslands hönd.

Flestir leikir í byrjunarliði A-landsliðs kvenna:
Anna María Sveinsdóttir 50
Signý Hermannsdóttir 46
Birna Valgarðsdóttir 36
Guðbjörg Norðfjörð 33
Erla Þorsteinsdóttir 32
Alda Leif Jónsdóttir 32
Hildur Sigurðardóttir 30
Helga Þorvaldsdóttir 28
Linda Stefánsdóttir 28
Björg Hafsteinsdóttir 26
Kristín Blöndal 21
Helena Sverrisdóttir 20
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Drengjalandslið Íslands sem tók þátt í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið