© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.9.2008 | 9:55 | OOJ
Þrír nýliðar í Slóveníuleiknum - fyrstu landsliðskonur Hamars
Nýliðarnir Jóhanna og Fanney hjálpa vinkonu sinni Guðrúnu á lappir í gær
Ágúst Björgvinsson var með þrjá nýliða í Evrópuleiknum á móti Slóveniu á Ásvöllum í gær en þær Guðrún Ósk Ámundadóttir, Fanney Lind Guðmundsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir léku þar allar sinn fyrsta landsleik. Þær Fanney og Jóhanna eru fyrstu landskonur Hamars frá upphafi. Eftir þennan leik hafa alls 98 konur leikið fyrir A-landslið kvenna.

Ágúst Björgvinsson hefur nú tekið inn fimm nýliða á þessu ári en áður höfðu þær Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Helga Einarsdóttir leikið sína fyrstu landsleiki undir hans stjórn. Ragna Margrét lék sína fyrstu landsleiki á Norðurlandamótinu og var að leika sinn sjöunda landsleik í gær en Helga lék sína fyrstu landsleiki gegn Sviss og Hollandi. Það hafa alls sextán leikmenn leikið fyrir Ágúst í hans fyrstu sjö leikjum með A-landslið kvenna.

Guðrún Ósk Ámundadóttir er 21 árs og 177 sm bakvörður sem kemur frá Borgarnesi en leikur nú með KR. Guðrún lék í fjögur ár með Haukum og varð tvisvar Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari með liðinu. Guðrún var með 5,0 stig, 1,8 stoðsendingar og 1,4 stolna bolta að meðaltali með KR á síðasta tímabili. Systir Guðrúnar, Sigrún Sjöfn, lék sinn tíunda landsleik í gær. Guðrún skoraði tvö stig í leiknum en fór svellköld á vítalínuna og skoraði af öryggi úr tveimur bónusvítum.

Fanney Lind Guðmundsdóttir er 19 ára og 180 sm framherji sem kemur úr Hveragerði þar sem hún hefur leikið með Hamri í Iceland Express deild kvenna undanfarin tvö tímabil. Fanney var með 9,5 stig og 7,0 fráköst að meðaltali á síðasta tímabili og hækkaði sig þá um 4,9 stig og 4,0 fráköst frá því á sínu fyrsta tímabili í Iceland Express deildinni árið áður.

Jóhanna Björk Sveinsdóttir er 19 ára og 179 sm bakvörður sem kemur úr Hveragerði þar sem hún hefur leikið með Hamri í Iceland Express deild kvenna undanfarin tvö tímabil. Jóhanna var með 6,1 stig, 4,8 fráöst og 1,4 stoðsendingar að meðaltali á síðasta tímabili.

Hamar er sextánda félagið sem eignast A-landsliðskonu í körfubolta en Keflavík á flesta leikmenn frá upphafi eða alls 22. KR eignaðist líka sína 20. landsliðskonu í kvöld og sækir því á Keflavík á þessum lista.

Félög með leikmenn í A-landsliði kvenna::
Breiðablik - 5 leikmenn
Grindavík - 14 leikmenn
Hamar - 2 leikmenn
Haukar - 13 leikmenn
Holbæk - 1 leikmaður
ÍR - 14 leikmenn
ÍS - 16 leikmenn
Jamtland - 1 leikmaður
Keflavík - 22 leikmenn
KFÍ - 2 leikmenn
KR - 20 leikmenn
Njarðvík - 5 leikmenn
Skallagrímur - 2 leikmenn
Tindastóll - 3 leikmenn
Valur - 4 leikmenn
Þór Ak. - 2 leikmenn
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hjalti Kristinsson leikmaður KR b sækir að Grindvíkingum í leik liðanna í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í janúar 2007.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið