© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.8.2008 | 9:33 | OOJ
Signý spilar sinn fimmtugasta landsleik í dag
Signý Hermannsdóttir leikur sinn 50. landsleik í dag.
Það verður stór dagur hjá Signýju Hermannsdóttur, fyrirliða kvennalandsliðsins, þegar stelpurnar mæta Hollandi í dag. Þetta er annar leikur íslenska liðsins í b-deild Evrópukeppninnar sem hófst með sigri á Sviss á miðvikudaginn. Signý mun þar spila sinn fimmtugasta A-landsleik fyrir Íslands hönd og um leið bæta met Önnu Maríu Sveinsdóttur yfir flesta leiki sem fyrirliði A-landsliðs kvenna. Signý jafnaði metið í leiknum á móti Sviss en leikurinn á móti Hollandi verður 18. landsleikurinn þar sem Signý er fyrirliði liðsins.

Signý verður sjöunda landsliðskonan sem nær því að leika 50 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en það eru liðin átta ár síðan Anna María Sveinsdóttir braut fyrst 50 landsleikjamúrinn í Lúxemborg 30. apríl 2000. Guðbjörg Norðfjörð fylgdi síðan í kjölfarið rúmum tveimur árum síðan og síðan hafa fjórar konur bæst í hópinn.

Hildur Sigurðardóttir var síðust á undan Signýju til þess að spila 50 landsleiki en Hildur náði því takmarki síðasta haust og það var einmitt líka í leik á móti einmitt Hollandi. Hildur er með landsliðinu núna og mun spila sinn 58. landsleik á móti Hollandi á morgun.

Tímamótalandsleikir Signýjar Hermannsdóttur 1999-2008:
1. leikur ... á móti Lúxemborg í Lúxemborg 7.maí 1999 (3 stig)
10. leikur ... á móti Albaníu í Andorra 20. júní 2002 (2 stig)
20. leikur ... á móti Englandi í Grindavík 29. maí 2004 (16 stig)
25. leikur ... á móti Möltu í Andorra 30. júlí 2004 (10 stig)
30. leikur ... á móti Finnlandi í Arvika 14. ágúst 2004 (10 stig)
40. leikur ... á móti Noregi í Keflavík 16. september 2006 (7 stig)
50. leikur ... á móti Hollandi í Almere 30. ágúst 2008 (???)

Landsliðskonur með 50 A-landsleiki fyrir Ísland:

Birna Valgarðsdóttir 68 leikir
- lék sinn 50. landsleik á móti Andorra í Andorra 28. júlí 2004. Birna skoraði 27 stig í leiknum.

Anna María Sveinsdóttir 60 leikir
- lék sinn 50. landsleik á móti Lúxemborg í Lúxemborg 30. apríl 2000. Anna María skoraði 19 stig í leiknum og var fyrirliði íslenska liðsins.

Hildur Sigurðardóttir 57 leikir
- lék sinn 50. landsleik á móti Hollandi á Ásvöllum 1. september 2007. Hildur skoraði 11 stig í leiknum.

Helga Þorvaldsdóttir 53 leikir
- lék sinn 50. landsleik á móti Englandi í Smáranum 21. maí 2005. Helga skoraði 8 stig í leiknum.

Guðbjörg Norðfjörð 53 leikir
- lék sinn 50. landsleik á móti Möltu í Andorra 19. júní 2002. Guðbjörg skoraði 5 stig í leiknum og var fyrirliði íslenska liðsins.

Alda Leif Jónsdóttir 52 leikir
- lék sinn 50. landsleik á móti Andorra í Andorra 31. maí 2005. Alda Leif skoraði 8 stig í leiknum.

Flestir leikir sem fyrirliði A-landsliðs kvenna:
Signý Hermannsdóttir 17
Anna María Sveinsdóttir 17
Erla Þorsteinsdóttir 14
Guðbjörg Norðfjörð 13
Björg Hafsteinsdóttir 11
Vigdís Þórisdóttir 9
María Jóhannesdóttir 8
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá æfingaleik Íslands og Hollands í Groningen í Hollandi í ágúst mánuði 2005. Liðin mættust tvisvar sinnum og vann Ísland báða leikina. Þann fyrri 74-78 og þann seinni 75-82.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið