© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
29.8.2008 | 20:28 | OOJ
Stelpurnar æfðu langt undir sjávarmáli í kvöld
Stelpurnar eru klárar í leikinn á móti Hollandi á morgun.
Íslenska kvennalandsliðið er komið til Hollands þar sem liðið mætir heimastúlkum í öðrum leik sínum í Evrópukeppninni á morgun klukkan 19:30 eða klukkan 17:30 að íslenskum tíma. Stelpurnar flugu til Hollands í morgun, eru búnar að koma sér fyrir á hótelinu og æfðu síðan í hliðarsal í keppnishöllinni í kvöld. Aðalsalurinn var upptekinn vegna blakleiks Hollands og Þýskalands.

Á leið sinni frá hótelinu yfir í keppnishöllina þá sagði bílstjórinn íslenska hópnum það að Íþróttahöllin í Almere sé, eins og öll borgin, 6,45 metra undir sjávarmáli og þar hafi verið sjór fyrir rúmum 30 árum síðan. Leikmenn íslenska liðsins voru því örugglega að spila körfubolta í fyrsta sinn svo langt undir sjávarmáli á þessari æfingu í kvöld.

Helena Sverrisdóttir, varafyrirliði liðsins, sagði líka frá því, við sama tækifæri, að hún hafi spilað í yfir 2,184 metra hæð í bandaríska háskólaboltanum síðasta vetur þegar hún og félagar hennar í TCU heimsóttu Wyoming-skólann. Það eru ekki allir sem ná á tæpu ári að spila körfuboltaleiki með svona miklum hæðarmismun. Það munar meira en tveimur kílómetrum á hæð þessara tveggja halla yfir sjávarmáli. Helena sagðist hafa átt erfitt með andardrátt í Wyoming-höllinni í vetur en ekki er vitað um nein aukaáhrif að þurfa að spila undir sjávarmáli eins og stelpurnar gera í leiknum á móti Hollandi á morgun.

Stelpurnar æfðu í engum venjulegum hliðarsal í kvöld því þetta er enginn smá salur því þar er hægt að raða fimm heilum körfuboltavöllum hlið við hlið. Ein landsliðstelpan komst svo að orði að það var eins og koma inn í IKEA-verslun þegar hún steig fyrst inn í þennan ótrúlega stóra sal. Íslenska liðið æfði þó ekki nema í 1/5 af salnum sem var við annan enda hans. Íþróttahöllin er aðeins eins árs gömul og kostaði 24 milljónir evra í byggingu eða tæpa þrjár milljarða íslenskra króna.

Það er allt gott að frétta af íslenska hópnum nema að Sigrún Ámundadóttir gat ekki æft á fullu í kvöld vegna veikinda. Við vonumst samt til þess að Sigrún verði búin að ná sér að fullu fyrir leikinn á móti Hollandi annað kvöld.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Leikmenn úr A-landsliði kvenna ásamt Pétri Hrafni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið