© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.8.2008 | 16:02 | FÍR | Yngri landslið
Tap gegn Eistum hjá U-16 ára landsliðinu
Elvar Sigurðsson kom með smá neista af bekknum í dag. Mynd: Snorri Örn
U-16 ára liðið náði sér aldrei á strik gegn Eistum í dag og tapaðist leikurinn stórt 34:71


Eistar náðu strax undirtökunum í leiknum og komust í 11:0. Strákunum var gersamlega fyrirmunað að setja boltann í körfuna á meðan að flest allt datt fyrir Eistana.

Um miðjan 1. leikhluta náði liðið þó aðeins að klóra í bakkann og þá fyrst og fremst varnarlega þar sem Eistarnir töpuðu mikið af boltum. Vandamálið var hins vegar að íslenska liðið náði ekki að nýta sér þau tækifæri sem gáfust til að komast almennilega inn í leikinn.

Í hálfleik var staðan 35:19 Eistum í vil.

Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri, skotnýtingin var mjög slök og náði liðið einungis að skora 7 stig í 3. leikhluta og svo 8 stig í 4. leikhlutanum.

Sjálfstraust liðsins fjaraði jafnt og þétt út og allan neista vantaði. Þegar baráttan og neistinn er ekki fyrir hendi þá lenda íslensk körfuboltalið oftast í vandræðum gegn hávaxnari erlendum liðum.

Það verður ekki tekið af eistneska liðinu að það var miklu betra en íslenska liðið í dag en þetta er ekki munurinn á liðunum, íslensku strákarnir geta gert miklu betur en það sem þeir sýndu í dag.

Skotnýting íslenska liðsins í dag var 11/44 í tveggja stiga skotum og 0/19 í þriggja stiga skotum. Það er erfitt að ná hagstæðum úrslitum með ekki betri skotnýtingu.

Á morgun verður leikið við Belga sem unnu Austurríki fyrr í dag 72:57

Fyrirfram eru Belgar taldir sigurstranglegri og mæta eflaust með vanmat í leikinn miðað við úrslitin í dag enda unnu þeir Eista í riðlakeppninni nokkuð örugglega.

Leikurinn við Belga hefst klukkan 11:45 að íslenskum tíma á morgun.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leifur Garðarsson brosir við myndavélinni á meðan félagi hans undirritar leikskýrsluna að loknum leik í Keflavík.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið