© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.8.2008 | 16:03 | FÍR | Landslið
3 stiga tap gegn Hollandi
Björn Kristjánsson var stigahæstur í íslenska liðinu mynd: Snorri Örn
Ísland lék við Holland í dag og tapaðist leikurinn með 3 stigum eftir jafnan leik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu í leiknum.

Ísland hafði betur eftir fyrsta leikhluta 22:15 og var að leika ágætlega.

Hollendingar komu vel stemmdir í 2. leikhluta og náðu að minnka muninn jafnt og þétt og í hálfleik var staðan 35:34 Íslandi í vil. Þess má geta að Haukur Pálsson lék einungis 8 mínútur í fyrri hálfleik þar sem hann var með 3 villur.

3. leikhluti var mjög jafn og þegar upp var staðið munaði tveimur stigum á liðunum 47:45 Íslandi í vil.

4. leikhluti var mjög spennandi og gætti nokkurs taugatitrings hjá báðum liðum þar sem opin skot voru ekki að detta og liðin að tapa boltanum á víxl. Holland var með 58:61 forystu þegar Ísland fór í síðustu sóknina. Þá voru 15 sekúndur eftir og því var sett upp að fá opið 3 stiga skot.

Eftir tvö innköst undir körfu hollenska liðsins fengu íslensku strákarnir 3 galopin skot sem duttu ekki niður að þessu sinni og 3 stiga tap 58:61 staðreynd. Mínútur eru ekki rétt skráðar í tölfræðinni.

Liðið leikur gegn Svartfjallalandi á morgun og síðasti leikurinn í riðlinum verður á þriðjudag þegar liðið leikur gegn Dönum.

Fyrirkomulagið er þannig að til að komast í að spila um sæti 1-8 í B-deild Evrópukeppninnar verður liðið að lenda í öðru tveggja efstu sætanna í riðlinum. 3. og 4. sætið gefur réttindi að leika um sæti 9-16 og eins og staðan er núna þá hefur íslenska liðið betur innbyrðis gegn Hollandi og Austurríki.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sextán ára lið Íslands sem varð Norðurlandameistari árið 2004.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið