S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
9.8.2008 | 16:21 | OOJ
Stelpurnar misstu frá sér sigurinn í lokin - enduðu í 5. sæti
Helena, María Ben og Signý léku allar vel í dag.
Íslensku stelpurnar voru greinilega staðráðnar í að landa sínum fyrsta sigri því þær byrjuðu frábærlega eftir að hafa verið undirbúnar vel af þjálfurunum Ágústi Björgvinssyni og aðstoðarmanni hans Finni Frey Stefánssyni. Ísland komst í 10-0 og Danir skoruðu ekki sín fyrstu stig fyrr en að fjórar og hálf mínúta var liðin af leiknum. Íslenska liðið var síðan 20-15 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Ísland komst í 24-15 í upphafi annars leikhluta en Danir svöruðu með sex stigum í röð og voru síðan búnir að jafna leikinn og komast einu stigi yfir þegar, Hildur Sigurðardóttir, kórónaði góðan hálfleik sinn með því að koma Íslandi yfir í 34-33 um leið og hálfleiksflautan gall. Íslensku stelpurnar komu aftur grimmar til leiks í þriðja leikhluta og komust í 44-36 og voru 48-41 þegar liðið varð fyrir fyrra áfalli sínu af tveimur. Hildur Sigurðardóttir fékk þá á sig ruðning sem var hennar fimmta villa. Hildur var búin að leika glimrandi vel fram að því en þetta var fyrsti leikurinn hennar í byrjunarliðinu á mótinu. Danir náði að skora tvö síðustu stig leikhlutans og staðan var 48-43 fyrir Ísland þegar aðeins fjórði leikhlutinn var eftir. Það var ekki mikið liðið af fjórða leikhlutanum þegar íslenska liðið varð fyrir öðru áfalli þegar Ísland missti annan byrjunarliðsmann sinn útaf. Sigrún Ámundadóttir meiddist þá og gat ekkert spilað það sem eftir var leiks. Danir unnu síðan smá saman upp forskotið og komust loks yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en staðan var þá, 54-55, Dönum í vil. Danir gengu þá á lagið, skoruðu tíu stig í röð og voru með leikinn í sínum höndum þrátt fyrir að íslensku stelpurnar hafi haldið áfram að berjast fram til loka leiksins. Í lokin munaði svo átta stigum, Danir unnu 68-76. Helena Sverrisdóttir átti frábæran dag en hún lék bæði sem kraftframherji og leikstjórnandi í leiknum. Helena endaði með 23 stig sem er nýtt stigamet leikmanns kvennalandsliðsins á Norðurlandamóti en hún bætti þá sitt eigið með frá 2004 um eitt stig. Helena var ekki valin í úrvalslið mótsins en liðið var valið fyrir leikinn í dag. Hefðu þjálfarar hinna liðanna beðið með að kjósa þar til að þeir voru búnir að sjá Helenu fara hamförum gegn Dönum er nokkuð öruggt að Helena hefði verið meðal þeirra fimm bestu á mótinu. Það var ekki valinn varnarmaður mótsins en fyrirliðinn Signý Hermannsdóttir hefði heldur betur átt tilkall til þeirra verðlauna. Signý varði sex skot í leiknum í gær og endaði mótið með 17 varin skot sem var örugglega miklu meira en flest liðin náðu til samans. Ísland-Danmörk 68-76 (20-15, 34-33, 48-43) Helena Sverrisdóttir 23 stig (13 fráköst, 6 stoðsendingar, 10 fiskaðar villur) Hildur Sigurðardóttir 9 stig (14 mínútur, 5 villur) Pálína Gunnlaugsdóttir 9 stig (4 fráköst, 3 stoðsendingar) María Ben Erlingsdóttir 9 stig (11 mínútur, hitti úr 4 af 6 skotum) Kristrún Sigurjónsdóttir 6 stig (3 fráköst, 2 stoðsendingar) Signý Hermannsdóttir 4 stig (9 fráköst, 6 varin, 2 stolnir, 2 stoðsendingar) Margrét Kara Sturludóttir 3 stig Jovana Lilja Stefánsdóttir 3 stig Ingibjörg Jakobsdóttir 2 stig |