© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.8.2008 | 21:23 | OOJ
Maður finnur það alveg að við eigum svo mikið inni
Helena Sverrisdóttir ásamt herbergisfélaga sínum Pálínu Gunnlaugsdóttur.
Íslenska kvennalandsliðið spilar úrslitaleik um fjórða sætið á Norðurlandamótinu á morgun þegar liðið mætir Dönum í Kildeskovhallen í Gentofte. Íslenska liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjunum sínum en Helena Sverrisdóttir segir stelpurnar staðráðnar að vinna sinn fyrsta sigur á morgun. Liðið byrjaði vel gegn Finnum en gaf eftir eftir fyrsta leikhlutann.

"Þetta var mjög sárt tap en ég veit ekki hvað maður getur sagt um þennan leik. Þetta var bara einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk. Við erum með hörku lið en það vantar þennan herslumun til þess að klára leikina. Við höfum ekki fundið þennnan herslumun en við ætlum okkur að gera það á morgun," segir Helena Sverrisdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins.

Helena segir að stelpurnar hafi haldið hópinn í dag og reynt að stappa stálinu í hverja aðra eftir þrjá tapleiki í röð. "Við vorum mjög súrar eftir leikinn því við ætluðum svo að vinna Finnana í dag. Við fórum saman niður í bæ eftir leikinn, borðuðum saman og ræktuðum liðsandann. Við erum orðnar spenntar fyrir að spila leikinn á morgun og við ætlum að sanna okkur. Ég held að nú sé bara rétti tíminn til þess að sanna sig," segir Helena.

Helena er ánægð með undirbúninginn og segist viss um að nú fari hann að skila sér. "Við erum búnar að æfa svo rosalega mikið í sumar og ég veit það að engin okkar langar til þess að fara í gegnum þetta mót sigurlausar. Við ætlum að gefa allt í þetta og við eigum eftir að sanna að við erum betri en við erum búnar að sýna. Vonandi á þetta eftir að koma á morgun. Við eigum svo mikið inni og maður finnur það alveg. Það á eftir að koma sá dagur þegar þetta gengur allt upp hjá okkur," segir Helena og bætir við.

"Við eigum búnar að ná mörgum góðum köflum þar sem við höfum spilað mjög góðan körfubolta á þessu móti og við ætlum að sýna það á morgun að við getum spilað körfuboltaleik þar sem bæði vörnin og sóknin eru að ganga vel á sama tíma," segir Helena bjartsýn fyrir leikinn á móti heimstúlkum á morgun.



Helena spilar nú aftur í stöðu leikstjórnanda eftir árs fjarveru en hún hefur ekki spilað þá stöðu síðan í landsliðinu síðasta haust. "Ég kann best við það að vera með boltann í höndunum og reyna að stjórna liðinu. Auðvitað tekur það tíma að stilla sig aftur inn í þessa stöðu en ég ætla ekki að vera með neinar afsakanir. Við þurfum að spila betur saman og sem ein heild. Við höfum dottið í of mikið einstaklingsframtak inn á milli. Ég þarf líka að spila betur í bakvarðarstöðunni og ná að stjórna liðinu betur," segir Helena og það má vel heyra að hún ætlar sér að bæta sinn leik eins og allt liðið.

Helena hefur skorað 15,3 stig að meðaltali, tekið 6,3 fráköst og gefið 6,0 stoðsendingar í leik í fyrstu þremur leikjunum. Helena hefur aftur á móti tapað 6,0 boltum að meðaltali í leik og þá hefur hún aðeins hitt úr 1 af 14 þriggja stiga skotum sínum. Helena veit að hún getur gert betur á þeim sviðum.

Helena spilaði sem framherji síðasta vetur með TCU-háskólanum í Bandaríkjunum og það er allt öðruvísi að spila sem leikstjórnandi. "Nú er maður að fá varnarmann á sig allan völlinn og það tekur smá kraft frá manni sérstaklega þegar maður eru óvanur því. Það er allt annað að skokka upp völlinn en að vera með varnarmann á sér þegar maður er að koma með boltann upp völlinn. Þetta kemur bara, ég er ekki að stressa mig á þessu enda finn ég traustið frá Gústa þjálfara. Við eigum fleiri leiki eftir á þessu ári og vonandi á þetta eftir að koma," segir Helena og ítrekar það að stelpurnar ætli sér að vinna Dani á morgun.



Leikurinn hefst klukkan 15.30 að dönskum tíma en þá er klukkan 13.30 heima á Íslandi. Það verður hægt að horfa á leikinn í gegnum netið. Netútsendingin er send í gegnum heimasíðu mótsins en hana má finna hér.Tölfræði leiksins verður einnig lifandi á netinu og hún verður send út hér á meðan leiknum stendur í dag.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ármenningar urðu Íslandsmeistarar í 1. flokki 1963 og 1964. Aftari röð frá vinstri: Offert Nåbye, Davíð Jónsson, Hilmar Ingólfsson, Sigurjón Yngvason (ofar), Finnur Finnsson og Hafsteinn Hjaltason. Fremri röð frá vinstri: Árni Samúelsson, Jón Þór Hannesson, Elías Þ. Magnússon og Lárus Lárusson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið