© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.7.2008 | 23:38 | fararstjori | Yngri landslið
Til hamingju stelpur!
Heiðrún var ásamt Guðbjörgu valin í lið mótsins!
Landslið stúlkna undir 16 ára kom heim að kvöldi síðasta sunnudags með bikar í farteskinu eftir að hafa farið með sigur af hólmi í C- deild Evrópukeppninnar sem fram fór dagana 14.-19. júlí í Mónakó.

Stelpurnar unnu leiki sína við Gíbraltar 108-24 og Albaníu 71-49 í sínum riðli og komust því beint í undanúrslit þar sem þær léku við lið Möltu sem þær sigruðu með rúmlega 20 stigum. Þar með var ljóst að stelpurnar færu í úrslitaleikinn á móti Albaníu sem hafði sigrað Skotland með 2 stigum í milliriðli.
Íslenska liðið tók strax völdin í úrslitaleiknum við Albani og skildu 16 stig liðin að í hálfleik. Í síðari hálfleik bættu stelpurnar um betur og urðu lokatölur 74-41.

Gaman er að geta þess að allir leikmenn liðsins komu við sögu í öllum leikjunum sem sýnir vel breiddina sem liðið býr yfir. Liðsheildin er sterk hjá stelpunum og þær eru duglegar að hvetja hver aðra til dáða.

Mótshaldið gekk í alla staði vel og eiga heimamenn hrós skilið fyrir allt utanumhald og góðar móttökur. Mótsslitin fóru fram á ströndinni þar sem var grillað ofan í mannskapinn og dansað fram eftir kvöldi. Þjálfarar liðanna völdu lið mótsins og hrepptu tvær íslenskar stúlkur sæti í því, þær Guðbjörg Sverrisdóttir og Heiðrún Kristmundsdóttir. Óskum við þeim innilega til hamingju með þann heiður.

Liðið stóð sig ekki bara vel inni á vellinum heldur voru stelpurnar til mikillar fyrirmyndar alla ferðina. Þær sýndu mikið umburðarlyndi við þær tafir sem urðu á ferðum okkar til Mónakó og úti lifðu þær í sátt og samlyndi í tveimur íbúðum og voru frábær og samstilltur hópur hvar sem þær fóru.

Við getum sannarlega verið stolt af íslenska U-16 stúlknalandsliðinu okkar - til hamingju stelpur!
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bekkjarlið 5. b í Fellaskóla sigraði í fyrsta Landsbankamóti ÍR í minnibolta 1983, en mótið var milli 5. bekkja í Breiðholti. Frá vinstri, Kjartan G. Björnsson, Grétar V. Grétarsson, Hermann Hauksson, Börkur Jakobsson, Gunnar Þór Arnarson og Rúnar Þ. Guðmundsson. Fyrir aftan stendur þjálfari drengjanna og íþróttakennari, Sigvaldi Ingimundarson. Sem kunnugt er varð einn þessara drengja, Hermann Hauksson; landsliðsmaður í körfubolta.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið