S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
15.7.2008 | 17:52 | FÍR
Íslenska liðið tapaði öðru sinni í Litháen
Logi átti mjög góðan leik fyrir íslenska liðið í dag
það var mikil stemning á leiknum en um 10.000 áhorfendur voru mættir til að sjá leikinn. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og var jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik þar til að heimamenn náðu smá áhlaupi undir lok hálfleiksins. Staðan í hálfleik var 45:33 Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og náðu fljótlega góðri forystu og urðu lokatölur 105:67 Logi Gunnarsson var bestur íslenska liðsins í dag en hann skoraði 23 stig og tók 4 fráköst að auki, Jakob Sigurðarson skoraði 14 stig og gaf 4 stoðsendingar og Sigurður Þorvaldsson skoraði 10 auk þess að taka 4 fráköst. Litháar höfðu betur í fráköstum 44 gegn 29 og þeir gáfu 30 stoðsendingar á móti 8 okkar manna. Litháar voru með 71% 2 stiga nýtingu á móti 31% hjá okkur. Litháar hittu úr 12 af 28 þriggja stiga skotum sem gerir 43% nýtingu. Íslenska liðið hitti úr 12 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 37% nýtingu. Íslenska liðið var að leika mun betur í dag þó að munurinn hafi verið 38 stig í lokin. Heimamenn eru einfaldlega með eitt af bestu liðum heims og engin skömm að tapa fyrir slíku liði. |