© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.6.2008 | 15:43 | einar
Sjöunda sætið eftir öruggan sigur gegn úrvalsliði Oslóar
U15 ára landsliðið lauk keppni á sunnudag er þeir sigruðu Úrvalslið Oslóborgar 70-47 í leik um sjöunda sæti mótsins. Leikurinn var allan tímann eign islenska liðsins sem leiddi allan leikinn og komst m.a. í 12-0. Stigahæstur í íslenska liðinu var Ágúst Orrason með 14 stig.

Byrjunarlið íslenska liðsins að þessu sinni var skipað Matthíasi Orra, Sigrtyggi Arnari, Maciej, Alexander Jarl og Andra Þór.

Íslenska liðið leiddi 17-5 eftir fyrsta leikhluta þar sem þeir beittu stífri pressuvörn. Norska liðið átti ágæta spretti í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 33-23 íslenska liðinu í hag.

Munurinn hélst í þessum 10 stigum í gegnum þriðja leikhluta en íslenska liðið kláraði leikinn svo af miklum krafti og unnu að lokum 23ja stiga sigur.

Stig íslenska liðsins: Ágúst Orrason 14, Sigtryggur Arnar Björnsson 13, Maciej Baginski 13, Aron Ingi Valtýsson 9, Ægir Hreinn Bjarnason 7, Anton Örn Sandholt 6, Alexander Jarl Þorsteinsson 3, Matthías Orri Sigurðarson 3, Ingi Rúnar Kristinsson 2.
Kristófer Ednuson, Andri Þór Skúlason og Þorsteinn Ragnarsson léku án þess að skora að þessu sinni.

Oddur Birnir Pétursson, Valur Orri Valsson, Emil Karel Einarsson og Snorri Hrafnkelsson hvíldu að þessu sinni en Snorri var meiddur á mjöðm eftir síðari leik laugardagsins og eftir upphitun kom í ljós að hann var ekki leikfær.

Sjöunda sætið staðreynd og ljóst að íslenska liðið hefur öðlast mikla reynslu á síðustu dögum. Strákarnir þurftu að takast á við líkamlega sterkari og stærri stráka í flestum tilvikum og núna nýta þessir strákar tímann vel fyrir næstu átök sem er NM 2009 sem fer fram í maí í Solna í Svíðþjóð.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Heimir Karlsson og Einar Bollason taka viðtal við Michael Jordan í búningsklefa Chicago Bulls liðsins árið 1988.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið