S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
6.6.2008 | 19:47 | einar
12 stiga tap gegn Berliner BV
Erfiður dagur að baki hjá U15
Byrjunarlið Íslands i leiknum var skipað Þorsteini Ragnarssyni, Val Orra Valssyni, Aroni Inga Valtýssyni, Antoni Erni Sandholt og Emil Karel Einarssyni. Berlínarliðið byrjaði leikinn mun betur en þeir skoruðu fyrstu 10 stig leiksins, á meðan íslenska liðinu voru mislagðar hendur í sókninni. Staðan að fyrsta leikhluta loknum var 14-9. Oddur Birnir Pétursson átti góða rispu í upphafi annars leikhluta en hann gerði 7 stig í röð og staðan orðin 19-16. Berlínarmenn gerðu þá 10 stig í röð til að breyta stöðunni í 29-16 áður en Þorsteinn Ragnarsson lokaði hálfleiknum með tveimur körfum. Síðari hálfleikur fór illa af stað og komst þýska liðið yfir 23-40 en þá kom fínn kafli hjá íslenska liðinu þar sem þeir gerðu 7 stig á rúmri mínútu og staðan 30-40 og staðan að þriðja leikhluta loknum var 36-47. Íslenska liðið náði aldrei að brúa þetta bil neðar en 9 stig í fjórða leikhlutanum og lokatölur urðu eins og áður sagði 60-48 fyrir Berlínarliðið. Stig íslenska liðsins: Oddur Birnir Pétursson 9, Þorsteinn Ragnarsson 9, Emil Karel Einarsson 8, Aron Ingi Valtýsson 6, Matthías Orri Sigurðarson 6, Anton Örn Sandholt 4, Valur Orri Valsson 3, Alexander Jarl Þorsteinsson 2, Sigtryggur Arnar Björnsson 1. Andri Þór Skúlason, Kristófer Ednuson og Ingi Rúnar Kristinsson léku einnig án þess að skora. Á morgun kl 7 að íslenskum tíma leikur liðið lokaleikinn í riðlinum gegn Dönum. Danska liðið sigraði Berlínarliðið með 16 stigum í dag en töpuðu svo gegn WKK Wroclaw og þeir tryggja sig inn í undanúrslitin með sigri á morgun. Íslenska liðið á aftur á móti smá séns á því líka - en til að það megi vera þarf WKK Wroclaw að sigra Berliner BV og íslenska liðið að leika mun betur en til þessa og leggja Dani með 15 stigum. Markmiðið verður þó fyrst og síðast að spila betur heldur en í leikjum dagsins og sjá hverju það skilar að lokum. Síðari leikurinn á morgun ræðst svo þegar riðlakeppni klárast en þá er krossspil, áður en spilað verður um sæti á sunnudaginn. Piltarnir bera fyrir góðum kveðjum heim og kvarta svosem ekki undan veðrinu sem Danmörk býður upp á þessa dagana. |