S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
31.5.2008 | 13:20 | FÍR
Gömlu stórveldin mætast í NBA úrslitum 2008
Getur Boston stöðvað þennan leikmann?
Boston og Lakers eru þau tvö lið sem eiga flesta aðdáendur um allan heim og því má segja að um draumaúrslit sé að ræða hjá mörgum. Þegar minnst er á Boston og Lakers koma nöfn eins og Larry Bird, Magic Johnson, Bill Russell og Wilt Chamberlain upp í hugann enda fjórir af allra bestu leikmönnum sögunnar. Einvígi Russell og Chamberlain var frægt á sínum tíma og svo Magic og Bird seinna. Ævintýri Bird og Magic byrjaði í háskólakörfuboltanum þegar Magic lék með Michigan State og Bird með Indiana State. Árið 1979 léku þessir kappar til úrslita um háskólameistaratitilinn þar sem Magic hafði betur. Þetta var hins vegar aðeins byrjunin á einvígi þessara tveggja stórkostlegu leikmanna. NBA deildin fór á mikið flug 1979 þegar Magic Johnson gekk í raðir Los Angeles Lakers og Larry Bird hóf feril sinn hjá Boston Celtics. Boston og Lakers áttu eftir að leika oft til úrslita á næstu árum eftir að þessir snillingar hófu að leika með liðunum og áhugi almennings á NBA deildinni jókst gríðarlega og eignuðust þessi lið m.a. marga aðdáendur hér á landi. Það má búast við miklu fári á næstu dögum enda verður að segjast að um stórviðburð er að ræða, gömlu stórveldin Boston og Lakers eru að fara að leika til úrslita. Það gerðist síðast 1987. |