© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
30.4.2008 | 17:00 | OOJ | Yngri landslið
16 ára stelpurnar spila tvo fyrstu leiki sína á morgun
Guðbjörg Sverrisdóttir er fyrirliði 16 ára liðs kvenna. Myndir: Snorri Örn
Norðurlandamót unglinga hefst í Solna í Svíþjóð í dag og er þetta sjötta árið í röð sem mótið fer fram á þessum stað og með þessu fyrirkomulagi. Heimasíðan kynnir unglingalandsliðin sem eru á leiðinni til Solna og nú er komið að 16 ára landsliði kvenna sem spilar sína fyrstu leiki ekki fyrr en á morgun þegar liðið spilar tvo leiki.

Leikmenn liðsins koma frá sex félögum. Haukar eiga flesta leikmenn í liðinu eða alls þrjá en KR, Njarðvík, Snæfell og Keflavík eiga öll tvo leikmenn hvert. Hamar er síðan sjötta liðið sem á leikmann í liðinu að þessu sinni. Leikmennirnir sem koma frá KR eru nýbúnar að skipta yfir í Vesturbæjarliðið en þær koma upprunalega frá Hrunamönnum.

Fimm leikmenn liðsins eru að spila upp fyrir sig þar af er Keflvíkingurinn María Ben Jónsdóttir að spila upp fyrir sig annað árið í röð en í fyrra var hún að spila tvö ár upp fyrir sig á mótinu. Aðrar sem eru að spila upp fyrir sig eru Snæfellingarnir Berglind Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Sævarsdóttir, Keflvíkingurinn Telma Lind Ásgeirsdóttir og Njarðvíkingurinn Ína María Einarsdóttir.

Sextán ára landslið kvenna náði sínum besta árangri vorið 2004 þegar liðið varð Norðurlandameistari en liðið hefur ekki náð í verðlaun á þremur síðustu mótum. Liðið spilaði um 3.sætið á mótinu í fyrra.

Guðbjörg Sverrisdóttir úr Haukum er bæði leikjahæsti og stigahæsti leikmaður liðsins en hún hefur spilað 12 landsleiki og skorað í þeim 86 stig eða 7,2 stig að meðaltali í leik. Guðbjörg er ein af sex leikmönnum liðsins sem var með á NM í fyrra en hinar eru Rannveig Ólafsdóttir, Heiðrún Kristmundsdóttir, Elma Jóhannsdóttir, Dagmar Traustadóttir og María Ben Jónsdóttir.

16 ára lið kvenna á NM 2008

Leikir liðsins: (Íslenskur tími)
Fimmtudagur 1. maí 10:30 Ísland-Finnland
Fimmtudagur 1. maí 18:30 Ísland-Noregur
Föstudagur 2. maí 11:00 Ísland-Svíþjóð
Laugardagur 3. maí 11:00 Ísland-Danmörk
Á sunnudeginum, 4. maí, er síðan leikið um sæti


Bakverðir:



Rannveig Ólafsdóttir
Varafyrirliði liðsins
Númer á treyju: 5
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1992
Hæð: 168 sm
Landsleikir/stig: 5 leikir, 6 stig
Reynsla af NM: Annað skipti
2007 5 leikir, 6 stig með 16 ára liðinu


Heiðrún Kristmundsdóttir
Númer á treyju: 6
Félag: KR
Fæðingarár: 1992
Hæð: 168 sm
Landsleikir/stig: 5 leikir, 17 stig
Reynsla af NM: Annað skipti
2007 5 leikir, 17 stig með 16 ára liðinu



Dagmar Traustadóttir
Númer á treyju: 8
Félag: Njarðvík
Fæðingarár: 1992
Hæð: 173 sm
Landsleikir/stig: 5 leikir, 1 stig
Reynsla af NM: Annað skipti
2007 5 leikir, 1 stig með 16 ára liðinu



Thelma Lind Ásgeirsdóttir
Númer á treyju: 10
Félag: Keflavík
Fæðingarár: 1993
Hæð: 170 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti



Ína María Einarsdóttir
Númer á treyju: 12
Félag: Njarðvík
Fæðingarár: 1993
Hæð: 170 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Framherjar:



Guðbjörg Sverrisdóttir
Fyrirliði liðsins
Númer á treyju: 4
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1992
Hæð: 180 sm
Landsleikir/stig: 12 leikir, 86 stig
Reynsla af NM: Annað skipti
2007 5 leikir, 73 stig með 16 ára liðinu



Elma Jóhannsdóttir
Númer á treyju: 9
Félag: KR
Fæðingarár: 1992
Hæð: 172 sm
Landsleikir/stig: 5 leikir, 13 stig
Reynsla af NM: Annað skipti
2007 5 leikir, 13 stig með 16 ára liðinu



Berglind Gunnarsdóttir
Númer á treyju: 11
Félag: Snæfell
Fæðingarár: 1993
Hæð: 175 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti



Jenný Harðardóttir
Númer á treyju: 13
Félag: Hamar
Fæðingarár: 1992
Hæð: 180 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti



Árný Þóra Hálfdanardóttir
Númer á treyju: 14
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1992
Hæð: 178 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Miðherjar:



María Ben Jónsdóttir
Númer á treyju: 7
Félag: Keflavík
Fæðingarár: 1993
Hæð: 185 sm
Landsleikir/stig: 5 leikir, 9 stig
Reynsla af NM: Annað skipti
2007 5 leikir, 9 stig með 16 ára liðinu



Hrafnhildur Sævarsdóttir
Númer á treyju: 15
Félag: Snæfell
Fæðingarár: 1993
Hæð: 180 sm
Landsleikir/stig: Nýliði
Reynsla af NM: Fyrsta skipti


Þjálfari:



Þjálfari liðsins er Robert Hodgson þjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Þetta er í fyrsta sinn sem Robert þjálfar landslið en hann hefur aðstoðað við þjálfun 16 ára landsliðs kvenna áður.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Signý Hermannsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, stappar hér stálinu í liðsfélag sinn Helgu Einarsdóttur sem var að koma inn á í sínum fyrsta landsleik gegn Sviss að Ásvöllum 27. ágúst 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið