S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
30.4.2008 | 8:45 | OOJ
18 ára strákarnir spila fyrsta leikinn við Finna í kvöld
Snorri Páll Sigurðsson er fyrirliði 18 ára liðsins. Myndir: Snorri Örn
Leikmenn liðsins koma frá sex félögum en KR á flesta leikmenn í liðinu eða fjóra. Fjölnir á þrjá leikmenn í liðinu og Keflavík á tvo. Valur, Haukar og Grindavík eiga síðan einn leikmann hvert félag. Átján ára landslið karla hefur tvisar sinnum orðið Norðurlandameistari eða árin 2004 og 2006. Liðið endaði í fimmta sæti á mótinu í fyrra sem var í fyrsta skipti sem liðið náði ekki í verðlaun á Norðurlandamótinu en liðið varð í 2. sæti 2003 og í þriðja sæti árið 2005. Örn Sigurðarson er bæði reyndasti og stigahæsti leikmaður liðsins en hann hefur skorað 207 stig í 22 landsleikjum sem gera 9,4 stig í leik. Örn hefur leikið einum leik fleira en Snorri Páll Sigurðsson en þeir koma báðir úr KR. Þeir Örn og Snorri eru tveir af sjö leikmönnum liðsins sem hafa leikið meira en þrettán landsleiki. Það er aðeins einn nýliði í hópnum að þessu sinni sem er Keflvíkingurinn Sigfús Jóhann Árnason. Sigfús er einn af fimm leikmönnum sem var ekki með fyrir tveimur árum þegar þessir árgangar spiluðu saman sem 16 ára landslið. Hinir eru Haukur Óskarsson úr Haukum, Ólafur Ólafsson úr Grindavík og Fjölnismennirnir Ægir Þór Steinarsson og Tómas H. Tómasson. 18 ára lið karla á NM 2008 Leikir liðsins: (Íslenskur tími) Miðvikudagur 30. apríl 19:00 Ísland-Finnland Fimmtudagur 1. maí 14:30 Ísland-Svíþjóð Föstudagur 2. maí 9:00 Ísland-Danmörk Laugardagur 3. maí 13:00 Ísland-Noregur Á sunnudeginum, 4. maí, er síðan leikið um sæti Bakverðir: Baldur Þór Ragnarsson Varafyrirliði liðsins Númer á treyju: 4 Félag: KR Fæðingarár: 1990 Hæð: 180 sm Landsleikir/stig: 17 leikir, 55 stig Reynsla af NM: Þriðja skiptið (9 leikir, 21 stig) 2007 4 leikir, 3 stig fyrir 18 ára liðið 2006 5 leikir, 18 stig fyrir 16 ára liðið Tómas Heiðar Tómasson Númer á treyju: 6 Félag: Fjölnir Fæðingarár: 1991 Hæð: 185 sm Landsleikir/stig: 5 leikir, 33 stig Reynsla af NM: Annað skiptið 2007 5 leikir, 33 stig fyrir 16 ára liðið Ægir Þór Steinarsson Númer á treyju: 8 Félag: Fjölnir Fæðingarár: 1991 Hæð: 181 sm Landsleikir/stig: 5 leikir, 70 stig Reynsla af NM: Annað skiptið 2007 5 leikir, 70 stig fyrir 16 ára liðið Guðmundur Auðunn Gunnarsson Númer á treyju: 10 Félag: Keflavík Fæðingarár: 1990 Hæð: 184 sm Landsleikir/stig: 13 leikir, 6 stig Reynsla af NM: Annað skiptið 2006 5 leikir, 2 stig fyrir 16 ára liðið Snorri Páll Sigurðsson Fyrirliði liðsins Númer á treyju: 11 Félag: KR Fæðingarár: 1990 Hæð: 185 sm Landsleikir/stig: 21 leikir, 129 stig Reynsla af NM: Annað skiptið 2006 5 leikir, 72 stig fyrir 16 ára liðið Haukur Óskarsson Númer á treyju: 13 Félag: Haukar Fæðingarár: 1991 Hæð: 194 sm Landsleikir/stig: 5 leikir, 64 stig Reynsla af NM: Annað skiptið 2007 5 leikir, 64 stig fyrir 16 ára liðið Framherjar: Víkingur Sindri Ólafsson Númer á treyju: 7 Félag: KR Fæðingarár: 1990 Hæð: 186 sm Landsleikir/stig: 17 leikir, 39 stig Reynsla af NM: Þriðja skiptið (9 leikir, 19 stig) 2007 4 leikir, 0 stig fyrir 18 ára liðið 2006 5 leikir, 19 stig fyrir 16 ára liðið Sigfús Jóhann Árnason Númer á treyju: 9 Félag: Keflavík Fæðingarár: 1990 Hæð: 189 sm Landsleikir/stig: Nýliði Reynsla af NM: Fyrsta skiptið Ólafur Ólafsson Númer á treyju: 12 Félag: Grindavík Fæðingarár: 1990 Hæð: 193 sm Landsleikir/stig: 8 leikir, 76 stig Reynsla af NM: Fyrsta skiptið Arnþór Freyr Guðmundsson Númer á treyju: 14 Félag: Fjölnir Fæðingarár: 1991 Hæð: 187 sm Landsleikir/stig: 18 leikir, 95 stig Reynsla af NM: Þriðja skiptið (10 leikir, 74 stig) 2007 5 leikir, 66 stig fyrir 16 ára liðið 2006 5 leikir, 8 stig fyrir 16 ára liðið Miðherjar: Þorgrímur Guðni Björnsson Númer á treyju: 5 Félag: Valur Fæðingarár: 1991 Hæð: 197 sm Landsleikir/stig: 18 leikir, 68 stig Reynsla af NM: Þriðja skiptið (10 leikir, 57 stig) 2007 5 leikir, 33 stig fyrir 16 ára liðið 2006 5 leikir, 24 stig fyrir 16 ára liðið Örn Sigurðarson Númer á treyju: 15 Félag: KR Fæðingarár: 1990 Hæð: 203 sm Landsleikir/stig: 22 leikir, 207 stig Reynsla af NM: Fjórða skiptið (14 leikir, 118 stig) 2007 4 leikir, 34 stig fyrir 18 ára liðið 2006 5 leikir, 73 stig fyrir 16 ára liðið 2005 5 leikir, 11 stig fyrir 16 ára liðið Þjálfari: Þjálfari liðsins er Ingi Þór Steinþórsson yngri flokka þjálfari hjá KR en hann er að fara Norðurlandamótið í fjórða sinn þar af í þriðja skiptið með 18 ára liðið. Ingi Þór Steinþórsson á NM 2003 18 ára landslið karla (1984) 2. sæti 2-2, 50% 2005 18 ára landslið karla (1987) 3. sæti 4-1, 80% 2006 16 ára landslið karla (1990) 3. sæti 3-2, 60% 2008 18 ára landslið karla (1990) ?. sæti 14 leikir - 9 sigrar, 5 töp - 64% sigurhlutfall |