© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
26.2.2008 | 16:21 | OOJ
Bikarmeistararnir bestir með Hlyn og Ólöfu Helgu inn á
Karlalið Snæfells og kvennalið Grindavíkur tryggðu sér bikarmeistaratitlana á sunnudaginn, Snæfell vann 23 stiga sigur á Fjölni, 109-86, en Grindavík vann tíu stiga sigur á Haukum, 77-67. Það eru margir litlir hlutir sem skipta miklu máli í spennuleik eins og bikarúrslitaleik í Laugardalshöllinni og framlag leikmanna er langr frá því að vera mælt að fullu með því að skoða stig, fráköst, stoðsendingar eða aðra tölfræðiþætti.

Ein af tilraunum tölfræðinnar til að mæla "áhrif" leikmanna á sitt lið er að skoða hvernig liðum þeirra gengur þegar þeir eru inn á vellinum. Þegar sú tölfræði er skoðuð hjá nýkrýndum bikarmeisturunum þá standa tveir leikmenn upp úr og það þrátt fyrir að skora aðeins 14 stig saman í bikarúrslitaleikjunum á sunnudaginn. Þetta eru þau Hlynur Bæringsson, fyrirliði karlaliðs Snæfells og Ólöf Helga Pálsdóttir leikmaður kvennaliðs Grindavíkur.


Hlynur Bæringsson
Mynd: Snorri Örn

Hlynur Bæringsson lék í 35 mínútur og 19 sekúndur í bikaúrslitaleiknum og var með 8 stig, 18 fráköst og 7 stoðsendingar á þeim tíma en þetta gaf honum framlagseinkunn upp á 23. Snæfell vann þann tíma sem Hlynur var inn á með 31 stigi (103-72) en tapaði þeim 4 mínútum og 41 sekúndu sem liðið lék án hans með átta stigum (6-14). Hér munar 39 stigum á því hvort Hlynur var inn á vellinum eða ekki. Hlynur var 9 stigum hærri í plús og mínus en næsti leikmaður sem var Slobodan Subasic en það má sjá lista yfir efstu menn í Snæfellsliðinu hér fyrir neðan.

Hæsta plús og mínus hjá Snæfelli í bikaúrslitaleik karla 2008:
#4 (Hlynur Bæringsson) 35 mín:19 sek +31 103-72
#15 (Slobodan Subasic) 28:36 +22 80-58
#12 (Justin Shouse) 34:24 +21 91-70
#11 (Sigurður Þorvaldsson) 30:32 +18 85-67
#13 (Anders Katholm) 19:25 +14 50-36
#10 (Árni Ásgeirsson) 13:33 +12 36-24
#8 (Atli Rafn Hreinsson) 6:59 +8 25-17
#5 (Magni Hafsteinsson) 17:27 +1 44-43


Ólöf Helga Pálsdóttir
Mynd: Snorri Örn

Ólöf Helga Pálsdóttir lék í 23 mínútur og 7 sekúndur í bikaúrslitaleiknum og var með 6 stig, 11 fráköst og 1 stoðsendingu á þeim tíma en þetta gaf henni framlagseinkunn upp á 14. Grindavík vann þann tíma sem Ólöf Helga var inn á með 22 stigum (53-31) en tapaði þeim 16 mínútum og 53 sekúndum sem liðið lék án hennar með tólf stigum (24-36). Hér munar 34 stigum á því hvort Ólöf Helga var inn á vellinum eða ekki. Ólöf Helga var 5 stigum hærri í plús og mínus en næsti leikmaður liðsins sem var Joanna Skiba en það má sjá lista yfir efstu menn í Grindavíkurliðinu hér fyrir neðan.

Hæsta plús og mínus hjá Grindavík í bikaúrslitaleik kvenna 2008:
#7 (Ólöf Helga Pálsdóttir) 23 mín:7 sek +22 53-31
#4 (Joanna Skiba) 37:36 +17 77-60
#15 (Petrúnella Skúladóttir) 36:19 +16 75-59
#9 (Jovana Lilja Stefánsdóttir) 40:0 +10 77-67
#10 (Tiffany Roberson) 40:0 +10 77-67
#6 (Berglind Anna Magnúsdóttir) 3:45 +3 8-5
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Lið Hauka á leið til Akureyrar með leiguflugi árið 1983.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið