© 2000-2026 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
24.2.2008 | 15:03 | OOJ
Sjö ár síðan nýtt nafn kom á karlabikarinn
Snæfell og Fjölnir mætast í dag í bikarúrslitaleik Lýsingarbikars karla og það er ljóst að það lið sem vinnur leikinn verður bikarmeistari í fyrsta sinn. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 16.00 í Laugardalshöllinni og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpinu.

Það eru sjö ár síðan að nýtt nafn fór á bikarinn en það var þegar ÍR vann bikarinn 2001 en næst á undan Breiðhyltingum til þess að hreppa bikarinn í fyrsta sinn voru Suðurnesjaliðin Grindavík (1995) og Keflavík (1993). Sigurvegari leiksins í dag verður ellefta félagið sem eignast bikarmeistara í karlaflokki.

Fyrsti bikarmeistaratitill félaga í karlaflokki:
KR 1970 (vann Ármann 61-54)
Ármann 1975 (vann KR 74-62)
ÍS 1978 (vann Val 87-83)
Valur 1980 (vann ÍS 92-82)
Fram 1982 (vann KR 68-66)
Haukar 1985 (vann KR 73-71)
Njarðvík 1987 (vann Val 91-69)
Keflavík 1993 (vann Snæfell 115-76)
Grindavík 1995 (vann Njarðvík 195-93)
ÍR 2001 (vann Hamar 91-83)
Snæfell eða Fjölnir 2008

Flestir bikarmeistaratitlar karla 1970-2007:
9 KR (1970, 71, 72, 73, 74, 77, 79, 84, 91)
8 Njarðvík (1987, 88, 89, 90, 92, 99, 2002, 05)
5 Keflavík (1993, 94, 97, 2003, 04)
4 Grindavík (1995, 98, 2000, 06)
3 Valur (1980, 81, 83)
3 Haukar (1985, 86, 96)
2 Ármann (1975, 76)
2 ÍR (2001, 07)
1 ÍS (1978)
1 Fram (1982)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Leikmenn A-landsliðs karla hlýða á þjóðsöng Íslands fyrir leik liðsins gegn Finnlandi 6. september 2006.  Frá vinstri: Magnús Þór Gunnarsson, Friðrik Stefánsson, Jakob Sigurðarson, Jón Nordal Hafsteinsson, Egill Jónasson, Jón Arnór Stefánsson, Páll Axel Vilbergsson, Brenton Birmingham, Fannar Ólafsson, Hlynur Bæringsson, Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið