© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.2.2008 | 9:05 | SÖA
Dregið í riðla fyrir EM á morgun laugardag
Á morgun, laugardaginn 16. febrúar, verður dregið í riðla fyrir Evrópukeppnir landsliða, bæði A-landsliða og þeirra yngri. FIBA-Europe skiptir Evópukeppni landsliða upp í þrjá deildir A, B og C deildir. Drátturinn fer að þessu sinni fram á Feneyjum.

Ísland sendir að þessu sinni fjögur landslið til keppni í Evrópukeppni, A-landslið karla og kvenna taka þátt í B-deild EM2009, 16 ára landslið pilta tekur þátt í B-deild og 16 ára landslið stúlkna tekur þátt í C-deild.

A-landsliðum Evrópu er styrkleikaraðað fyrir dráttinn og er Íslandi raðað í þriðja flokk B-deildar hjá körlunum ásamt Hvít-Rússum og Slóvökum. Svíar, Danir og Rúmenar fylla efsta flokkinn, Sviss, Georgíumenn og Hollendingar annan flokkinn, Austurríki, Írland og Kýpur fjórða flokkinn og Albanía, Lúxemborg og Svartfjallaland fimmta og neðsta flokkinn. Svartfjallaland tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sumar og er því raðað í neðsta flokk.

Alls eru fimmtán þjóðir skráðar til leiks hjá körlunum og verður þeim skipt í þrjá riðla. Ljóst er að mikill styrkleikamunur getur orðið á riðlunum þar sem Svartfjallaland er væntanlega mun sterkara en röðun þess gefur til kynna.
Þó ekki hafi enn verið dregið í riðla hafa leikdagar verið gefnir út. Leikið verður 6., 10., 13., 17., og 20. september 2008 (fjórir leikdagar af fimm) og aðrir fjórir leikir verða svo leiknir á haustdögum 2009.

Hjá konunum lendir Ísland líka í þriðja flokki af sex í B-deildinni, en þar eru ellefu þjóðir skráðar til leiks. Leikið verður í tveimur riðlum, einum fimm liða og einum sex liða. Svíþjóð og Slóvenía eru í efsta flokki, Holland og Portúgal í öðrum flokki, Eistland ásamt Íslandi í þeim þriðja, Írland og Lúxemborg í fjórða flokki, Svartfjallaland og Makedónía í fimmta flokki og Sviss er eitt í sjötta flokki. Síðasttöldu þrjár þjóðirnar tóku ekki þátt í síðustu Evrópukeppni og eru því settar í neðstu styrkleikaflokkana.

Íslensku stúlkurnar voru með Hollandi og Írlandi í riðli síðustu tvö ár og geta mætt báðum þjóðunum aftur. Líklegt verður að teljast að bæði Makedónía og Svartfjallaland séu með sterk lið, enda mikil körfuboltahefð hjá báðum þessum þjóðum.
Leikdagar hjá konunum hafa einnig verið gefnir út, en þeir eru eftirfarandi: 27. og 30. ágúst, 3., 6. og 10. september 2008 (fjórir leikdagar af fimm - nema Ísland lendi í sex liða riðli) og aðrir fjórir eða fimm leikir verða svo leiknir á haustdögum 2009.

Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, verður viðstaddur dráttinn fyrir hönd KKÍ.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ívar Webster afhendir viðurkenningar á innanfélagsmóti Hauka árið 1983.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið