S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
3.11.2007 | 9:47 | oddur
Leikið í Iceland Express deild kvenna og 1. deild karla í dag.
Marel Örn Guðlaugsson hefur verið að leika vel fyrir Hauka (GFS)
Iceland Express deild kvenna: Hamar mætir Fjölni í Hveragerði klukkan 16:00 í dag. Bæði lið eru enn án sigurs í deildinni og munu því væntanlega leggja allt í að landa fyrsta sigrinum. Í DHL-Höllinni mætir KR liði Vals. KR hefur byrjað tímabilið ágætlega og unnið 2 af 3 leikjum sínum á meðan Valsstúlkur hafa enn ekki unnið leik. 1. deild karla: Á Egilsstöðum mun KFÍ reyna að fylgja eftir góðum sigri þeirra á Val þegar þeir mæta heimamönnum í Hetti. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur í deildinni í vetur. Leikurinn hefst klukkan 15:30. Í Sandgerði mun Reynir taka á móti Haukum. Þessi lið eru jöfn í 7.-8. sæti deildarinnar með einn sigur og 2 töp. Leikurinn hefst klukkan 17:00. |