S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
30.9.2007 | 19:03 | oddur
Keflavík og Snæfell Powerademeistarar
Báðir leikirnir voru miklir baráttuleikir sem áhugavert var að fylgjast með. Keflavík vann 95-80 sigur á Haukum og Snæfell sigraði KR 72-65. Haukar byrjuðu betur í úrslitaleik kvenna. Þær náðu ágætri forystu í fyrsta leikhluta og virtust harðákveðnar í að verja titilinn síðan í fyrra. Keflavík komst þó aftur inn í leikinn með frábærum leik í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik með 4 stigum. Keflavík var svo sterkara liðið í síðari hálfleik og náði að tryggja sér nokkuð öruggan sigur. Haukaliðið varð fyrir áfalli þegar Kiera Hardy meiddist á ökkla í byrjun síðari hálfleiks. Keflavíkurstúlkur bættu leik sinn stöðugt eftir slæma byrjun og unnu kærkominn sigur. TaKesha Watson átti frábæran leik fyrir Keflavík. Hún skoraði 36 stig, sendi 7 stoðsendingar og stal 6 boltum í leiknum. Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 15 stig og tók 10 fráköst og Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 10 stig og sendi 6 stoðsendingar. Hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 18 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Telma Fjalarsdóttir skoraði 18 stig og tók 16 fráköst og Kiera Hardy skoraði 15 stig á 17 mínútum. (Sigurlið Keflavíkur, myndina tók Jón Björn Ólafsson) Úrslitaleikurinn hjá körlunum var jafn og spennandi. Snæfell byrjaði vel og náði góðri forystu í fyrri hálfleik. Íslandsmeistarar KR gáfust þó ekki upp og náðu að vinna sig aftur inn í leikinn. Bæði lið léku góða vörn og stigaskorið var því lágt framan af. Leikurinn var í járnum fram á lokamínúturnar. Helgi Magnússon var heitur fyrir KR og hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna. Snæfell náði þó alltaf að svara og kom Atli Hreinsson með mikilvægar körfur fyrir þá í fjórða leikhluta. Undir lok leiks fékk Fannar Ólafsson á sig villu eftir baráttu undir körfu Snæfells. Fannar var ekki sáttur við dóminn og fékk dæmda á sig tæknivillu í kjölfarið. Snæfell fékk því fjögur vítaskot sem þeir nýttu öll og náðu þar með að auka muninn töluvert. Snæfell náði svo að landa sigrinum þrátt fyrir stífa pressuvörn KR-inga á lokasprettinum. (Sigurlið Snæfells, myndina tók Stefán Borgþórsson) Jón Ólafur Jónsson var stigahæstur hjá Snæfelli. Hann skoraði 23 stig á 27 mínútum. Hlynur Bæringsson, fyrirliði liðsins, skoraði 15 stig og tók 13 fráköst í leiknum og Justin Shouse skoraði 11 stig, sendi 9 stoðsendingar og stal 5 boltum í leiknum. Hjá KR var Helgi Már Magnússon sterkastur. Hann skoraði 23 stig á 25 mínútum, hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og stal 4 boltum í leiknum. Joshua Helm skoraði 17 stig og tók 7 fráköst en hann hitti aðeins úr 4 af 12 vítaskotum sínum í leiknum. |