S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
14.9.2007 | 21:46 | oddur
Litháen og Grikkland komust áfram
Theodoras Papaloukas skoraði sigurkörfuna fyrir Grikki
Litháen vann Króatíu og Grikkland lagði Slóveníu. Báðir leikirnir voru æsispennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasprettinum. Zoran Planinic, leikmaður Króatíu, brenndi af tveimur vítaskotum þegar 1,02 sekúndur voru eftir af leiknum og Litháar náðu þar með að landa sigri 74-72 Litháar eru eina liðið í keppninni sem hefur ekki tapað leik og ættu því að fara fullir sjálfstraust í undanúrslitin. Linaz Kleiza var með 19 stig og tók 9 fráköst í leiknum og Darius Songalia skoraði 20 stig og tók 7 fráköst. Hjá Króatíu var Zoran Planinic atkvæðamestur þrátt fyrir að klikka á vítunum í lokin. Hann skoraði 16 stig, sendi 5 stoðsendingar og stal 7 boltum í leiknum. Viðureign Grikklands og Slóveníu var ekki síður spennandi. Slóvenía var með 14 stiga forystu í byrjun fjórða leikhluta og þegar 2 mínútur voru eftir voru þeir með 8 stiga forystu og sigurinn virtist innan seilingar. Grikkir gáfust þó ekki upp og léku frábærlega í lokin. Theodoras Papalokas skoraði 7 stig á lokakaflanum og tryggði Grikkjum eins stigs sigur 62-63. Papaloukas skoraði 17 stig í leiknum og tók 5 fráköst. Radoslav Nesterovic var stigahæstur Slóvena með 16 stig og 11 fráköst. Mikil stemning er á Evrópumótinu sem er einn af stærstu íþróttaviðburðum þessa árs. Aðdáendur fagna á götunum fram eftir nóttu og á leikjunum er gífurlega góð stemning. Í Madrid eru mikill fjöldi fólks, víðs vegar úr heiminum, sem er komið til að fylgjast með keppninni. Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ og Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ eru í Madrid að fylgjast með mótinu. Einnig eru í Madrid 15 íslenskir dómarar ásamt tveimur fyrrverandi FIBA dómurum. |