S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
8.9.2007 | 6:18 | oddur
Þrír leikir í F-riðli í dag
Pau Gasol lék vel í sigurleik Spánverja gegn Grikkjum
Í gær var leikið í E-riðli og það voru Spánverjar, Rússar og Ísralir sem sigruðu leiki sína. Rússar unnu Portúgali 78-65, Spánverjar sigruðu Grikki 76-58 en þessi lið mættust í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Japan á síðasta ári þar sem Spánverjar sigruðu einnig. Ísrael sigraði svo Króatíu 80-75 þar sem Yaniv Green var með 17 stig og 16 fráköst. Rússar eru efstir í riðlinum með 3 sigra í þremur leikjum en Spánverjar og Króatar eru næstir með 2 sigra. Leikirnir í dag eru ekki af verri endanum. Frakkland mætir Þýskalandi klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Þarna mun Dirk Nowitzki, sem var valinn besti leikmaður NBA deildarinnar á síðasta tímabili mæta Tony Parker, besta leikmanni NBA úrslitanna. Klukkan 17:00 mætast svo Ítalía og Litháen og lokaleikur dagsins verður viðureign Tyrklands og Slóveníu klukkan 19:30. Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu FIBA Europe. |