S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
6.9.2007 | 8:24 | OOJ
Jakob fékk 34 í framlagseinkunn fyrir leikinn í gær
Jakob Örn Sigurðsson átti stórleik í gær. Mynd: Karfan.is
Jakob náði með þessarri frábæru frammistöðu framlagseinkunn upp á 34 sem er besta frammstaða íslensks leikmanns í öllum átta leikjum íslenska liðsins í b-deildinni. Bestu frammistöðuna fyrir leikinn í gær átti Hlynur Bæringsson strax í fyrsta leiknum á móti Finnum 6. september 2006 en hann fékk þá 27 framlagsstig fyrir 13 stig, 15 fráköst, 4 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot. Þriðji á listanum er síðan Brenton Birmingham sem fékk 25 stig í sigurleik á móti Lúxemborg 13. september 2006 en hann var þá með 24 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og 64% skotnýtingu. Jakob náði í gær einnig besta árangri íslensks leikmanns í b-deildinni með því að skora fimm þriggja stiga körfur og gefa 10 stoðsendingar. Jakob var einn fjögurra leikmanna sem hafði skorað fjóra þrista í einum leik og átta stoðsendingar hans gegn Lúxemborg 13.september 2006 var það mesta sem íslenskur leikmaður hafði náð í einum leik fyrir leikinn á móti Austurríki í gærkvöldi. Tölfræði Jakobs eftir leikhlutum gegn Austurríki í gær: 1. leikhluti - 7 stig, 3 fráköst, 0 stoðsendingar, hitti úr 3 af 4 skotum (1 af 2 í 3ja) 2. leikhluti - 5 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar, hitti úr 1 af 4 skotum (1 af 2 í 3ja) 3. leikhluti - 6 stig, 1 fráköst, 2 stoðsendingar, hitti úr 2 af 2 skotum (2 af 2 í 3ja) 4. leikhluti - 3 stig, 0 fráköst, 5 stoðsendingar, hitti úr 1 af 2 skotum (1 af 2 í 3ja) Þetta var einnig í fyrsta sinn sem Jakob brýtur tuttugu stiga múrinn í landsleik en hann hafði mest áður skorað 19 stig í tvígang, í vináttulandsleik gegn Ungverjum í Szombathely 29.ágúst 2004 og gegn Dönum á Norðurlandamótinu í Tampere 5. ágúst 2006. |