© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
31.8.2007 | 18:02 | oddur | Landslið
Ísland mætir Lúxemborg á morgun
Sveinbjörn Claessen kemur inn í hópinn
Íslenska karlalandsliðið mætir á morgun landsliði Lúxemborgar í b-deild Evrópukeppni landsliða.

Leikurinn verður í Lúxemborg og hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Liðið flaug til Lúxemborgar í nótt og mun ná tveimur æfingum á leikstað fyrir leikinn. Ein breyting er á landsliðshópnum en Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Brenton Birmingham. Brenton komst ekki með af persónulegum ástæðum. Þetta mun verða fyrsti A-landsleikur Sveinbjarnar.

Lið Lúxemborgar er neðst í C-riðli en þetta verður þó ekki auðveld ferð fyrir íslenska liðið. Í liði Lúxemborgar eru nokkrir hæfileikaríkir leikmenn. Þar má nefna leikmenn eins og Alvin Jones, sem er 211 cm. hár og mjög sterkur undir körfunni, Tom Schumacher bakvörður sem hefur verið að leika vel og Martin Rajniak sem er 205 cm. framherji.

Íslenski hópurinn:
4 Magnús Þór Gunnarsson Bakvörður, 185 cm. Landsleikir 46
5 Friðrik Stefánsson Miðherji, 205 cm. Landsleikir 102
6 Jakob Sigurðarson Bakvörður, 190 cm. Landsleikir 33
7 Brynjar Björnsson Bakvörður, 190 cm. Landsleikir 5
8 Þorleifur Ólafsson Bakvörður/Framherji, 192 cm. Landsleikir 5
9 Kristinn Jónasson Miðherji, 205 cm. Landsleikir 9
10 Páll Axel Vilbergsson Framherji, 197 cm. Landsleikir 72
11 Sveinbjörn Claessen Bakvörður, 196 cm. Landsleikir 0
12 Fannar Ólafsson Miðherji, 205 cm. Landsleikir 60
13 Sigurður Þorsteinsson Miðherji, 205 cm. Landsleikir 0
14 Logi Gunnarsson Bakvörður, 190 cm. Landsleikir 55
15 Helgi Magnússon Framherji, 197 cm. Landsleikir 46
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn Óskarsson, Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson taka fund fyrir bikarleik Grindavíkur og Snæfells þann 26. nóvember 2006, leik sem jafnframt var 1000. KKÍ leikur Rögnvaldar á ferlinum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið