S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
13.6.2007 | 14:14 | oddur
Úrvalsbúðir drengja í Seljaskóla
Strákarnir tóku þátt í fjölbreyttum æfingum. Hér er hraðaupphlaup æft.
Drengir fæddir 1994 voru 47, 1995 voru 61 og drengir fæddir 1996 voru 32. Þátttakendurnir komu alls staðar af landinu. Hinir ungu og efnilegu körfuboltamenn æfðu ýmis atriði körfuknattleiks undir leiðsögn góðra þjálfara. Settar voru upp nokkrar stöðvar sem að strákarnir unnu á og æfðu hluti eins og drippl, vörn, skot og hraðaupphlaup. Benedikt Guðmundsson var með umsjón þessarra búða en honum til aðstoðar um helgina voru Ingi Þór Steinþórsson, Snorri Örn Arnaldsson, Bjarni Gaukur Þórmundsson, Einar Árni Jóhannsson, Sveinbjörn Claessen og Steingrímur Gauti Ingólfsson. Powerade styrkti búðirnar með því að gefa öllum drengjunum boli og drykki. Þetta var fyrri hluti úrvalsbúðanna en strákarnir eru boðaðir aftur til æfinga 25. og 26. ágúst næstkomandi í Seljaskóla. |