© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.6.2007 | 3:58 | oddur
San Antonio komið 2-0 yfir
Tim Duncan hefur leikið mjög vel í fyrstu leikjunum
San Antonio Spurs eru komnir 2-0 yfir gegn Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta.

Þeir sigruðu annan leikinn í einvíginu 103-92 á heimavelli sínum í nótt.

San Antonio náði snemma undirtökunum í leiknum og virtust vera búnir að tryggja sér sigurinn þegar þriðja leikhluta var lokið. Cleveland kom þó með mjög góðan sprett í fjórða leikhluta og náði að minnka muninn niður í 7 stig á tímabili. Munurinn var þó of mikill fyrir Cleveland gegn sterku liði Spurs og eru San Antonio því komnir í góða stöðu.

Stjörnurnar þrjár hjá San Antonio áttu allir góðan leik. Tony Parker var stigahæstur í leiknum með 30 stig, Tim Duncan skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og sendi 8 stoðsendingar og Manu Ginobili skoraði 25 stig. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 25 stig.

Næstu 3 leikir fara fram á heimavelli Cleveland. Það má ekki afskrifa þá í þessu einvígi því að þeir leika mun betur á heimavelli og voru í sömu stöðu í einvíginu gegn Detroit Pistons.

Það má því búast við að leikur þrjú verði hörkuspennandi.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sæmir Ólaf Rafnsson, forseta ÍSÍ og fyrrverandi formann KKÍ, gullmerki Körfuknattleikssambands Íslands á ársþingi sambandsins vorið 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið