© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.11.2015 | 22:50 | oskaroj | Landslið
10-0 sprettur íslensku stelpnanna stríddi slóvakíska liðinu en dugði ekki til
Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 17 stiga mun á móti Slóvakíu, 72-55, í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM 2017. Íslensku stelpurnar stóðu sig vel á móti liðinu sem endaði í níunda sæti á Evrópumótinu síðasta sumar.

Íslenska liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppninni en næstu leikur liðsins verða síðan á móti Portúgal (úti) og Ungverjalandi (heima) í febrúar.

Íslensku stelpurnar hafa spilað flotta vörn stærsta hluta leikjanna og hafa látið Eurobasket-lið Ungverja og Slóvakíu hafa fyrir öllu í þessum fyrstu Evrópuleikjum liðsins í sex ár með vinnusemi sinni og góðri baráttu.

Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest með 16 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst en Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 14 stig og tók 5 fráköst.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir skoruðu allar fimm stig en Gunnhildur spilað ekkert síðustu 22 mínútur leiksins vegna meiðsla.

Byrjunin var erfið en eins og seinna í leiknum þá gáfust íslensku stelpurnar aldrei upp. Þær skoruðu ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og lentu bæði 7-0 og 12-2 undir í upphafi leiks.

Slóvakíska liðið var síðan átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 19-11 og með sjö stiga forystu í hálfleik, 40-33.

Slóvakísku stelpurnar virtust vera að stinga af þegar þær skoruðu sex fyrstu sig seinni hálfleiksins og komust þrettán stigum yfir, 46-33.

Þá kom hinsvegar besti kafli íslensku stelpnanna í leiknum sem unnu næstu fimm mínútur 10-0 og minnkuðu muninn í þrjú stig þegar tæpar mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Helena Sverrisdóttir fékk tækifæri til að jafna metin með þriggja stiga skoti en það gekk ekki.

Slóvakía gaf aftur í og var níu stigum yfir, 52-43, fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í sjö stig, 56-49, þegar sex mínútur voru eftir en slóvakíska liðið kom muninum upp í sautján stig með því að vinna lokakafla leiksins 16-6.

Frammistaða íslensku stelpnanna lofar góðu fyrir framhaldið. Þetta voru fyrstu tveir keppnisleikir liðsins á móti liðum sem voru í úrslitakeppni á síðasta EM á undan og þetta voru því stór skref fyrir íslenska liðið.
Íslenska liðið hélt báðum liðum í 72 stigum og sýndi að liðið getur spilað góðan varnarleik. Um leið og sóknarleikurinn slípast betur ættu stelpurnar að gefa tekið fleiri skref í rétta átt í framhaldinu.

Stig og tölfræði íslenska liðsins í leiknum:
Helena Sverrisdóttir 16 stig, 10 stoðsendingar, 6 fráköst, 3 stolnir
Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig, 5 fráköst
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar
Sandra Lind Þrastardóttir 5 stig
Gunnhildur Gunnarsdóttir 5 stig, 5 fráköst á 13 mínútum
Berglind Gunnarsdóttir 3 stig
Guðbjörg Sverrisdóttir 3 stig
Bryndís Guðmundsdóttir 2 stig, 3 fráköst, 3 stolnir, 2 stoðsendingar
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2 stig, 3 fráköst

Auður Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir spiluðu báðar en Marín Laufey Davíðsdóttir kom ekkert við sögu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð U-20 ára landsliðs karla til Illinois í Bandaríkjunum árið 1982.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið