© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.11.2015 | 22:50 | oskaroj | Landslið
10-0 sprettur íslensku stelpnanna stríddi slóvakíska liðinu en dugði ekki til
Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 17 stiga mun á móti Slóvakíu, 72-55, í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM 2017. Íslensku stelpurnar stóðu sig vel á móti liðinu sem endaði í níunda sæti á Evrópumótinu síðasta sumar.

Íslenska liðið hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppninni en næstu leikur liðsins verða síðan á móti Portúgal (úti) og Ungverjalandi (heima) í febrúar.

Íslensku stelpurnar hafa spilað flotta vörn stærsta hluta leikjanna og hafa látið Eurobasket-lið Ungverja og Slóvakíu hafa fyrir öllu í þessum fyrstu Evrópuleikjum liðsins í sex ár með vinnusemi sinni og góðri baráttu.

Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest með 16 stig, 10 stoðsendingar og 6 fráköst en Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 14 stig og tók 5 fráköst.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir skoruðu allar fimm stig en Gunnhildur spilað ekkert síðustu 22 mínútur leiksins vegna meiðsla.

Byrjunin var erfið en eins og seinna í leiknum þá gáfust íslensku stelpurnar aldrei upp. Þær skoruðu ekki fyrstu fjórar mínútur leiksins og lentu bæði 7-0 og 12-2 undir í upphafi leiks.

Slóvakíska liðið var síðan átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 19-11 og með sjö stiga forystu í hálfleik, 40-33.

Slóvakísku stelpurnar virtust vera að stinga af þegar þær skoruðu sex fyrstu sig seinni hálfleiksins og komust þrettán stigum yfir, 46-33.

Þá kom hinsvegar besti kafli íslensku stelpnanna í leiknum sem unnu næstu fimm mínútur 10-0 og minnkuðu muninn í þrjú stig þegar tæpar mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. Helena Sverrisdóttir fékk tækifæri til að jafna metin með þriggja stiga skoti en það gekk ekki.

Slóvakía gaf aftur í og var níu stigum yfir, 52-43, fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í sjö stig, 56-49, þegar sex mínútur voru eftir en slóvakíska liðið kom muninum upp í sautján stig með því að vinna lokakafla leiksins 16-6.

Frammistaða íslensku stelpnanna lofar góðu fyrir framhaldið. Þetta voru fyrstu tveir keppnisleikir liðsins á móti liðum sem voru í úrslitakeppni á síðasta EM á undan og þetta voru því stór skref fyrir íslenska liðið.
Íslenska liðið hélt báðum liðum í 72 stigum og sýndi að liðið getur spilað góðan varnarleik. Um leið og sóknarleikurinn slípast betur ættu stelpurnar að gefa tekið fleiri skref í rétta átt í framhaldinu.

Stig og tölfræði íslenska liðsins í leiknum:
Helena Sverrisdóttir 16 stig, 10 stoðsendingar, 6 fráköst, 3 stolnir
Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig, 5 fráköst
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 5 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar
Sandra Lind Þrastardóttir 5 stig
Gunnhildur Gunnarsdóttir 5 stig, 5 fráköst á 13 mínútum
Berglind Gunnarsdóttir 3 stig
Guðbjörg Sverrisdóttir 3 stig
Bryndís Guðmundsdóttir 2 stig, 3 fráköst, 3 stolnir, 2 stoðsendingar
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2 stig, 3 fráköst

Auður Ólafsdóttir og Jóhanna Björk Sveinsdóttir spiluðu báðar en Marín Laufey Davíðsdóttir kom ekkert við sögu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
John Johnson er sá leikmaður sem skorað hefur flest stig í einum leik í Úrvalsdeild en hann skoraði 71 stig fyrir Fram gegn ÍS 17. nóvember 1979.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið