S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
24.11.2015 | 7:00 | Kristinn | Landslið
Ragna Margrét fyrsta landsliðskona Stjörnunnar í körfubolta
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji nýliða Stjörnunnar í Domino's deild kvenna í körfubolta, var í byrjunarliðinu þegar íslensku stelpurnar töpuðu á móti Ungverjum í Miskolc á laugardaginn. Ragna Margrét spilaði í 19 mínútur í leiknum og var með 2 stig og 2 fráköst. Hún fékk þó ekki mikið hjá dómaratríói leiksins og yfirgaf völlinn með fimm villur snemma í fjórða leikhluta. Ragna Margrét skipti yfir í Stjörnuna í sumar og er að taka þátt í fyrsta tímabili Garðbæinga í efstu deild. Hún hefur verið í landsliðinu undanfarin ár en nú keppir hún fyrir nýtt félag. Ragna Margrét er með tvennu að meðaltali í fyrstu átta leikjum Stjörnunnar í Domino's deild kvenna því hún hefur skorað 11,9 stig og tekið 10,6 fráköst að meðaltali í leik. Ragna Margrét er að hækka meðaltölin sín frá því fyrra þegar hún var með 9,4 stig og 8,7 fráköst að meðtali með Valsliðinu. Stjarnan varð 16. íslenska félagið sem eignast leikmanna í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta en auk þess hafa leikmenn spilað landsleiki þegar þeir hafa verið í skóla í Bandaríkjunum eða hjá evrópskum félögum. Síðustu íslensku félögin á undan Stjörnunni til að bætast í hóp þeirra sem hafa átt íslenska landsliðskonu í körfubolta voru Snæfell (2012) og Hamar (2008). Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur þegar spilað 30 landsleiki fyrir Ísland, 17 sem leikmaður Hauka, 12 sem leikmaður Vals og nú 1 sem leikmaður Stjörnunnar. Fyrsti leikur hennar sem Stjörnukona var því hennar þrítugasti fyrir íslenska A-landsliðið. Haukar eiga flestar landsliðskonur í landsliðinu í dag en fjórar spiluðu leikinn við Ungverja og komu heildarfjölda landsleikja Haukakvenna þar með upp í 150 leiki. Haukar er hinsvegar langt á eftir toppliði Keflavíkur en Keflavíkurkonur hafa spilað samtals 489 A-landsleiki. Flestir landsleikir leikmanna úr ákveðnum félögum: 489 · Keflavík 299 · KR 213 · ÍS 159 · Grindavík 150 · Haukar 86 · ÍR 68 · Valur 55 · Njarðvík 36 · Breiðablik 31 · Snæfell 15 · Hamar 11 · Skallagrímur 9 · Tindastóll 8 · Þór Ak. 7 · KFÍ 1 · Stjarnan |