S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
21.11.2015 | 21:35 | oskaroj | Landslið
22 stiga tap hjá stelpunum í Ungverjalandi
Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn mjög vel og komust meðal annars í 14-7 en þær lentu síðan á vegg á móti stórum og stæðilegum Ungverjum sem nýttu sér vel hæðamuninn inn í teig. Íslenska liðið náði að minnka muninn niður í tíu stig í þriðja leikhluta og niður í tólf stig í þeim fjórða á mikilli baráttu og eljusemi en heimastúlkur fóru að hitta fyrir utan á lokasprettinum sem skilaði þeim 22 stiga sigri. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 16 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hún skoraði þúsundasta stigið sitt fyrir íslenska kvennalandsliðið í upphafi leiksins. Gunnhildur Gunnarsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir gáfu ekkert eftir í baráttunni og voru saman með 22 stig og 9 fráköst. Gunnhildur skoraði 12 stig og Pálína var með 10 stig. Það er hægt að sjá alla tölfræðin úr leiknum með því að smella hér. Stóru leikmenn íslenska liðsins, þær Ragna Margrét Brynjarsdóttir, lentu í villuvandræðum strax í upphafi leiks og munaði miklu um það. Yngsti leikmaður liðsins, Keflvíkingurinn Sandra Lind Þrastardóttir, fékk því nóg að gera í kvöld í sínunm fyrsta keppnisleik og var meðal annars frákastahæst í íslenska liðinu með 9 fráköst. Fyrrum liðsfélagi Helenu Sverrisdóttur hjá Good Angels Kosic var íslenska liðinu erfið í kvöld en Tijana Krivacevic var með 27 stig og 64 prósent skotnýtingu í kvöld. Leikurinn snérist um miðjan fyrsta leikhluta þegar ungversku stelpurnar skiptu um gír og skoruðu 18 stig í röð. Þær breyttu stöðunni úr 14-7 fyrir Ísland í 25-14 fyrir Ungverjaland. Ungverska liðið var síðan sextán stigum yfir í hálfleik, 41-25. Íslensku stelpurnar náðu að minnka muninn niður í tíu stig í þriðja leikhluta en komust ekki nær og ungversku stelpurnar enduðu þriðja leikhlutann á 10-0 spretti. Frábær 7-0 sprettur íslensku stelpnanna í fjórða leikhluta kom muninum niður í tólf stig, 60-48, og í framhaldinu fengu íslensku stelpurnar opin þriggja stiga skot til að minnka muninn enn frekar. Skotin duttu hinsvegar ekki og ungverska liðið náði að gefa aftur í og klára leikinn með því að vinna síðustu rúmu fjórar mínúturnar 12-2. Ungverjar komu því muninum upp í 22 stig í lokaleikhlutanum og munurinn var því óþarflega mikill í leikslok. Barátta íslensku stelpnanna sést ekki síst á fráköstunum en þær tóku tveimur fleiri sóknarfráköst en ungverska liðið. Þar fór Sandra Lind fremst í flokki en hún tók sex sóknafráköst eða fjórum meira en sú næsthæsta hjá báðum liðum. Íslenska liðið er nú á leiðinni heim á morgun og svo er heimaleikur framundan á móti Slóvakíu á miðvikudagskvöldið í Laugardalshöllinni. Slóvakía vann þrettán stiga sigur á Portúgal, 56-43, í hinum leik riðilsins. Tölfræðin úr þeim leik er hér. Stig íslenska liðsins í kvöld: Helena Sverrisdóttir 16 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar Gunnhildur Gunnarsdóttir 12 stig, 4 fráköst, 3 stolnir Pálína Gunnlaugsdóttir 10 stig, 5 fráköst Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6 stig, hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum Bryndís Guðmundsdóttir 3 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2 stig Sandra Lind Þrastardóttir 1 stig, 9 fráköst þar af 6 í sókn Allar spiluðu í kvöld en þær Berglind Gunnarsdóttir (11 mínútur) og Bergþóra Holton Tómasdóttir (2 mínútur) voru að spila sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. |