© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.11.2015 | 12:30 | Kristinn | Landslið
Nýtt Evrópuævintýri íslensku stelpnanna hefst í Miskolc í kvöld


Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í meira en sex ár þegar íslensku stelpurnar mæta Ungverjum í Generali aréna í Miskolc.

Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 20.15 að staðartíma eða klukkan 19.15 að íslenskum tíma. Þetta er annar af tveimur leikjum í E-riðlinum en á sama tíma mætast Slóvakía og Portúgal.

Þetta er fyrri leikur íslensku stelpnanna í þessari landsliðstörn en seinni leikurinn er síðan á miðvikudaginn kemur á móti Slóvakíu í Laugardalshöllinni.

Ungverska liðið spilaði í úrslitakeppni Evrópumótsins síðasta sumar og endaði þá í 17. sæti af 20 þjóðum eftir þrjú töp í fjórum leikjum í riðlakeppninni.

Íslenska landsliðið er að mæta Ungverjum í fyrsta sinn og þá er þetta einnig fyrsti leikur kvennalandsliðsins frá upphafi sem fer fram í nóvember.

Íslensku stelpurnar eru einnig að mæta í fyrsta sinn þjóð sem hefur unnið verðlaun á Evrópumóti en ungverska kvennalandsliðið hefur unnið sjö verðlaun á EM (2 silfur og 5 brons)

Fyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur vantar líka aðeins eitt stig til að verða fyrsta íslenska konan til að skora þúsund stig fyrir A-landslið kvenna.

Helena þekkir vel til alls í Miskolc enda spilaði hún þar í eitt tímabil, spilaði fyrir ungverska landsliðsþjálfarann í eitt tímabil og fjórar af leikmönnum ungverska liðsins hafa verið samherjar hennar.

Það eru forföll hjá íslenska landsliðinu sem þarf að spila án þriggja lykilmanna sem eru uppteknar með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. Allar þrjár eru að spila með háskólaliðum sínum í dag.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá keppni á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg árið 1995.  Falur Harðarson og Ísak Leifsson nuddari.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið