© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.11.2015 | 16:00 | Kristinn | Landslið
Þrjár af fjórum stigahæstu landsliðskonum ársins verða ekki með
Þrjár af fjórum stigahæstu landsliðskonum ársins verða ekki með

Þrír fastamenn í íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta geta ekki tekið þátt í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni EM 2017.

Þetta eru þær Hildur Björg Kjartansdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir sem stunda allar nám í Bandaríkjunum.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Ungverjum út í Ungverjalandi laugardaginn 21. nóvember og tekur síðan á móti Slóvakíu í Laugardalshöllinni miðvikudagskvöldið 25. nóvember.

Fjarvera þeirra Hildar, Margrétar og Söru er mikill missir fyrir íslenska liðið enda eru þær þrjár af fjórum stigahæstu leikmenn íslenska liðsins á árinu 2015 þegar litið er á meðalskor í leik. Saman hafa þessar þrjár skorað 28,7 stig að meðaltali í landsleikjum sínum á árinu.

Margrét Rósa Hálfdanardóttir er á sínu öðru ári með Canisius College og þar er Sara Rún Hinriksdóttir á sínu fyrsta ári.

Hildur Björg Kjartansdóttir er á sínu öðru ári í The University of Texas Rio Grande Valley þótt hún sé að spila í fyrsta sinn undir þeim merkjum. Hildur Björg var í fyrra í The University of Texas–Pan American en hann sameinaðist The University of Texas at Brownsville í sumar og myndaði hinn nýja skóla í suður Texas.

Margrét Rósa og Sara Rún spila með Canisius-háskólaliðinu bæði keppniskvöld íslenska landsliðsins í nóvember, fyrst laugardaginn 21. nóvember á móti St. Francis og svo miðvikudagskvöldið 25. nóvember á móti Binghamton. Þetta verða þriðji og fjórði leikur liðsins á tímabilinu og jafnframt tveir fyrstu heimaleikirnir.
 
Hildur Björg spilar á laugardeginum með UTRGV á móti Eastern Michigan University og fer sá leikur fram á útivelli en þriðjudaginn á eftir spilar liðið við University of California Santa Barbara og fer sá leikur fram í Kaliforníu.

Flest stig að meðaltali í landsleikjum ársins 2015:
Helena Sverrisdóttir · 18,3 stig að meðaltali í leik
Hildur Björg Kjartansdóttir* · 10,7   
Sara Rún Hinriksdóttir* · 10,5   
Margrét Rósa Hálfdanardóttir* · 7,5   
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir  · 7,2   
Pálína Gunnlaugsdóttir · 6,7   
Gunnhildur Gunnarsdóttir · 5,7   
Bryndís Guðmundsdóttir  · 5,5   

*Komast ekki vegna náms í Bandaríkjunum
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ársþingi KKÍ á Flúðum 1994. Ólafur Rafnsson gjaldkeri KKÍ í pontu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið