© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.5.2007 | 18:10 | oddur
U 18 ára lið kvenna tapaði naumlega fyrir Haukum í æfingaleik
Kristín Fjóla Reynisdóttir verður varafyrirliði U18 ára liðs kvenna
U18 ára landslið kvenna lék í gær æfingaleik við Íslandsmeistara Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði. Lokatölur leiksins urðu 63-68 fyrir Haukum.

Þetta hlýtur að teljast ágætis árangur því að lið Hauka er eins og flestir vita feiknasterkt. Vonandi verður þetta gott veganesti fyrir stelpurnar sem að fara til Svíþjóðar í fyrramálið til þess að taka þátt í Norðurlandamóti unglinga.

Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, hefur útnefnt fyrirliða og varafyrirliða landsliðsins. Margrét Kara Sturludóttir verður fyrirliði og Kristín Fjóla Reynisdóttir verður varafyrirliði á NM 2007. Nánar verður sagt frá liðinu á morgun.

Ingibjörg Jakobsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir voru stigahæstar hjá 18 ára liðinu í leiknum en þær skoruðu báðar 12 stig. Margrét Kara var einnig með 8 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Unnur Tara Jónsdóttir kom þeim næst með 11 stig og 6 fráköst, Íris Sverrisdóttir skoraði 6 stig og Klara Guðmundsdóttir var með 5 stig.

Helena Sverrisdóttir var með 24 stig, 12 fráköst, 10 stoðsendingar og 9 stolna bolta hjá Haukum, Sigrún Ámundadóttir skoraði 12 stig og tók 14 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Henning Henningsson, landsliðsþjálfari kvenna, að ræða við leikmenn sína í leikhléi á Smáþjóðaleikunum á Kýpur 2009. Ísland endaði í öðru sæti á leikunum, unnu Kýpur og Lúxemborg en töpuðu fyrir Möltu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið