© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.5.2007 | 12:07 | OOJ
Stelpurnar mæta tveimur erfiðum mótherjum á fyrsta degi
Margrét Kara Sturludóttir er fyrirliði liðsins. Myndir: Snorri Örn
Norðurlandamót unglinga hefst í Svíþjóð í dag. Átján ára landsliðið stelpna hefur ekki leik fyrr en á morgun en spilar þess í stað tvo leiki á fyrsta degi. Mótherjar íslenska liðsins á fyrsta degi er ekki af verri endanum en stelpurnar mæta Svíum klukkan 10.30 og svo Finnum klukkan 18.30 en þessar þjóðir spiluðu úrslitaleik fyrir tveimur árum þegar þessar stelpur voru í 16 ára landsliðunum. Heimasíðan kynnir hér þá tólf leikmenn sem skipa liðið að þessu sinni.

Þessar stelpur enduðu í fjórða sæti þegar 1989-árgangurinn lék sem 16 ára lið á Norðurlandamótinu fyrir tveimur árum. Íslensku stelpurnar unnu þá Noreg en töpuðu fyrir Dönum í leiknum um þriðja sætið.

Leikmenn liðsins koma frá fjórum félögum þar af koma níu leikmenn frá tveimur félögum. Haukar eiga flesta leikmenn eða fimm en fjórar stelpur koma frá Grindavík. Hamar úr Hveragerði á síðan tvo leikmenn og Keflavík á einn í tólf manna hópnum.

Níu af tólf leikmönnum liðsins í ár voru með fyrir tveimur árum en þær sem koma nýjar inn í liðið eru Lilja Ósk Sigmarsdóttir úr Grindavík og svo Haukastúlkurnar Klara Guðmundsdóttir og Kristín Fjóla Reynisdóttir. Þær þrjár voru allar með 16 ára landsliðinu á Norðurlandamótinu í fyrra og hafa því allir leikmenn liðsins spilað í Solna áður.

Margrét Kara Sturludóttir úr Keflavík er reyndasti leikmaður liðsins en hún hefur spilað 31 landsleik og er að mæta á sitt fjórða Norðurlandamót í röð. Hafrún Hálfdánardóttir úr Hamri er aftur á móti stigahæsti leikmaður liðsins með 169 stig í 24 landsleikjum sem gerir 7,0 stig að meðaltali í leik. Hafrún er ein af sex leikmönnum liðsins sem hefur skorað yfir 100 stig fyrir unglingalandslið Íslands.

18 ára liða kvenna

Leikir liðsins: (Íslenskur tími)
Fimmtudagur 17. maí 10:30 Ísland-Svíþjóð
Fimmtudagur 17. maí 18:30 Ísland-Finnland
Föstudagur 18. maí 9:00 Ísland-Danmörk
Laugardagur 19. maí 7:00 Ísland-Noregur
Á sunnudeginum, 20. maí, er síðan leikið um sæti

Bakverðir:


Jóhanna Björk Sveinsdóttir
Númer á treyju: 4
Félag: Hamar
Fæðingarár: 1989
Hæð: 180 sm
Landsleikir/stig: 13 leikir, 4 stig
Reynsla af NM: Annað skipti (5 leikir, 0 stig)


Lilja Ósk Sigmarsdóttir
Númer á treyju: 5
Félag: Grindavík
Fæðingarár: 1990
Hæð: 178 sm
Landsleikir/stig: 11 leikir, 103 stig
Reynsla af NM: Annað skipti (4 leikir, 24 stig)


Berglind Anna Magnúsdóttir
Númer á treyju: 6
Félag: Grindavík
Fæðingarár: 1989
Hæð: 174 sm
Landsleikir/stig: 29 leikir, 41 stig
Reynsla af NM: Annað skipti (5 leikir, 21 stig)



Ingibjörg Jakobsdóttir
Númer á treyju: 7
Félag: Grindavík
Fæðingarár: 1990
Hæð: 175 sm
Landsleikir/stig: 24 leikir, 85 stig
Reynsla af NM: Þriðja skipti (9 leikir, 23 stig)



Íris Sverrisdóttir
Númer á treyju: 8
Félag: Grindavík
Fæðingarár: 1990
Hæð: 178 sm
Landsleikir/stig: 13 leikir, 100 stig
Reynsla af NM: Annað skipti (5 leikir, 35 stig)



Klara Guðmundsdóttir
Númer á treyju: 12
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1990
Hæð: 176 sm
Landsleikir/stig: 11 leikir, 41 stig
Reynsla af NM: Annað skipti (4 leikir, 22 stig)



Kristín Fjóla Reynirsdóttir Varafyrirliði
Númer á treyju: 13
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1990
Hæð: 176 sm
Landsleikir/stig: 19 leikir, 20 stig
Reynsla af NM: Annað skipti (4 leikir, 4 stig)



Framherjar:


Margrét Kara Sturludóttir Fyrirliði
Númer á treyju: 9
Félag: Keflavík
Fæðingarár: 1989
Hæð: 177 sm
Landsleikir/stig: 31 leikur, 159 stig
Reynsla af NM: Fjórða skipti (15 leikir, 59 stig)


Unnur Tara Jónsdóttir
Númer á treyju: 10
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1989
Hæð: 185 sm
Landsleikir/stig: 26 leikir, 141 stig
Reynsla af NM: Þriðja skipti (10 leikir, 51 stig)


Hafrún Hálfdánardóttir
Númer á treyju: 11
Félag: Hamar
Fæðingarár: 1990
Hæð: 182 sm
Landsleikir/stig: 24 leikir, 169 stig
Reynsla af NM: Þriðja skipti (9 leikir, 45 stig)


María Lind Sigurðardóttir
Númer á treyju: 14
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1989
Hæð: 181 sm
Landsleikir/stig: 13 leikir, 15 stig
Reynsla af NM: Annað skipti (5 leikir, 8 stig)


Miðherjar:


Ragna Margrét Brynjarsdóttir
Númer á treyju: 15
Félag: Haukar
Fæðingarár: 1990
Hæð: 189 sm
Landsleikir/stig: 24 leikir, 145 stig
Reynsla af NM: Þriðja skipti (9 leikir, 54 stig)


Þjálfari:


Þjálfari liðsins er Ágúst Björgvinsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Hauka í Iceland Express deild kvenna. Þetta verður í þriðja skipti sem Ágúst fer með lið á Norðurlandamót í Solna en 18 ára landslið kvenna vann silfur undir hans stjórn árið 2005.


Ágúst Björgvinsson á NM:
2003 18 ára landslið kvenna (1984) 4. sæti 0-4, 0%
2005 18 ára landslið kvenna (1987) 2. sæti 3-2, 60%
2007 18 ára landslið kvenna (1989) ?. sæti
9 leikir - 3 sigrar, 6 töp - 33% sigurhlutfall



Sagan:

Sigurhlutfall 18 ára landsliðs kvenna eftir árum:
2003 (1984) 0-4, 0%
2004 (1985) 0-4, 0%
2005 (1987) 3-2, 60%
2006 (1988) 4-1, 80%
Samtals: 18 leikir, 7 sigrar, 11 töp, 39%

Sætaskipan 18 ára landsliðs kvenna:
1. sæti - (0)
2. sæti - (2) 2005, 2006
3. sæti - (0)
4. sæti - (2) 2003, 2004
5. sæti - (0)

Gengi 18 ára landsliðs kvenna gegn þjóðum:
Danmörk - (5 leikir) 2 sigur og 3 töp, 40%
Finnland - (4 leikir) 2 sigur og 2 töp, 50%
Noregur - (3 leikir) 2 sigur og 1 tap, 67%
Svíþjóð - (6 leikir) 1 sigrar og 5 töp, 17%
Samtals: 18 leikir, 7 sigrar, 11 töp, 39%

Norðurlandameistarar 18 ára landsliða kvenna:
2003 - Svíþjóð
2004 - Svíþjóð
2005 - Svíþjóð
2006 - Svíþjóð

Metin á NM 2003-2006:
Flestir leikir
Ingibjörg Skúladóttir 10
Bára Bragadóttir 10
Bára Fanney Hálfdanardóttir 10
Bryndís Guðmundsdóttir 10
Helena Sverrisdóttir 10
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 10
María Ben Erlingsdóttir 10
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10
Hrund Jóhannsdóttir 9
Guðrún Ósk Ámundadóttir 9
Erna Rún Magnúsdóttir 8
Petrúnella Skúladóttir 8
Kristrún Sigurjónsdóttir 8

Flest stig
Helena Sverrisdóttir 220
María Ben Erlingsdóttir 126
Bryndís Guðmundsdóttir 124
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 77
Kristrún Sigurjónsdóttir 71
Petrúnella Skúladóttir 68
Pálína María Gunnlaugsdóttir 68

Flest stig að meðaltali í leik
Helena Sverrisdóttir 22
Pálína María Gunnlaugsdóttir 13,6
María Ben Erlingsdóttir 12,6
Bryndís Guðmundsdóttir 12,4
Kristrún Sigurjónsdóttir 8,9
Petrúnella Skúladóttir 8,5
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7,7

Flest stig í einum leik
Helena Sverrisdóttir 33 (28.5.2006, Svíþjóð)
María Ben Erlingsdóttir 30 (26.5.2006, Finnland)
Helena Sverrisdóttir 30 (24.5.2006, Svíþjóð)
Helena Sverrisdóttir 29 (6.5.2005, Finnland)
Helena Sverrisdóttir 27 (4.5.2005, Svíþjóð)
Pálína María Gunnlaugsdóttir 24 (5.5.2005, Danmörk)
Bryndís Guðmundsdóttir 23 (6.5.2005, Finnland)
Helena Sverrisdóttir 23(25.5.2006, Noregur)
Pálína María Gunnlaugsdóttir 21 (6.5.2005, Finnland)
Helena Sverrisdóttir 21 (7.5.2005, Noregur)
Helena Sverrisdóttir 20 (8.5.2005, Svíþjóð)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Jón Arnar Ingvarsson í leik gegn Möltu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið