© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
           
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
27.4.2007 | 18:08 | oddur
Bestu "útlendingarnir" í NBA
Tim Duncan og Dirk Nowitzki eru ofarlega á listanum
Körfuknattleikurinn er í mikilli sókn alls staðar í heiminum. Merki þess má sjá víða og ekki síst í NBA deildinni.

Áður fyrr báru Bandaríkin höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í körfuknattleik. Bandaríska landsliðið sigraði alþjóðleg stórmót auðveldlega og NBA deildin var nær eingöngu skipuð Bandaríkjamönnum.

Nú eru hins vegar breyttir tímar. Körfuboltinn hefur stigið stórt framfaraskref um allan heim og nú er svo komið að miklu fleiri þjóðir eiga öflug landslið en áður. Það sést vel á síðustu stórmótum. Argentínumenn urðu Ólympíumeistarar í Aþenu 2004 og Spánverjar urðu heimsmeistarar í Japan síðasta haust.

Þessi þróun er greinileg í NBA deildinni. Þar hefur leikmönnum sem að fæddir eru utan Bandaríkjanna fjölgað gífurlega á síðustu árum. Frumkvöðlar eins og Pétur Guðmundsson, sem var fyrsti Evrópski leikmaðurinn til þess að leika í NBA, Drazen Petrovic og Detlef Schrempf hjálpuðu til við að opna leikmannamarkaðinn í NBA deildinni. Í dag leika 85 "erlendir" leikmenn í NBA deildinni. Margir þeirra eru í hópi skærustu stjarna deildanna.

John Hollinger hefur tekið saman áhugaverðan lista yfir 30 bestu leikmenn NBA sem fæddir eru utan Bandaríkjanna. Þetta er skemmtileg lesning og gaman að sjá hversu margir góðir leikmenn eru þarna á ferð.

Þarna á listanum er meðal annarra Zaza Pachulia sem að mun væntanlega koma til Íslands núna í haust þegar íslenska landsliðið mætir landsliði Georgíu.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Kristinn Óskarsson tekur við viðurkenningu frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ í tilefni af 1000. leiknum sem Kristinn dæmdi á mótum á vegum KKÍ. Kristinn er aðeins þriðji dómarinn til að ná þessum merka áfanga en kollegar hans Jón Otti Ólafsson og Rögnvaldur Hreiðarsson hafa einnig náð að kljúfa 1.000 leikja múrinn.
Leikur nr. 1.000 var viðureign Vals og Reynis frá Sandgerði í 1. deild karla 4. janúar 2008.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið