© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.4.2007 | 2:14 | oddur
KR meistarar
Lið KR að fagna Íslandsmeistaratitlinum
KR varð Íslandsmeistari í körfuknattleik í kvöld með glæstum sigri á UMFN í DHL-Höllinni. Njarðvík leiddi allan leikinn en KR náði að jafna á lokasekúndunum og knýja fram framlengingu. Í framlengingunni voru KR-ingar svo sterkari og sigruðu þeir leikinn 83-81.

Það var gríðarleg stemning í DHL-Höllinni í kvöld. Áhorfendur byrjuðu að mæta tveimur tímum fyrir leik og þegar leikmenn byrjuðu að hita upp var húsið nærri því búið að fyllast og áhorfendur byrjaðir að syngja hástöfum.

Liðin gáfu svo frábærri umgjörð ekkert eftir því að þeir héldu frábæra sýningu í kvöld. Leikurinn var eins og áður sagði æsispennandi og hlaðinn glæsilegum tilþrifum. Baldur Ólafsson hélt uppteknum hætti og kom með tvær stórglæsilegar troðslur í leiknum.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og það var greinilegt að þeir voru klárir í slaginn eftir ófarirnar í leikjum 2 og 3. KR-ingar voru þó aldrei langt undan. Þeir náðu svo að minnka muninn í lok fjórða leikhluta og jöfnuðu metin þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. UMFN náði ekki að skora og því var framlenging staðreynd. Í henni snerist dæmið við, KR-ingar byrjuðu framlenginguna betur og tókst þeim að halda forystunni það sem eftir var þrátt fyrir mikla baráttu Njarðvíkinga.

KR sigraði því einvígið 3-1 og eru Íslandsmeistarar í Iceland Express deild karla 2007.

Tyson Patterson var valinn leikmaður úrslitanna en hann átti góða leiki í einvíginu og var duglegur að finna samherja sína þegar hann skoraði ekki sjálfur. Í kvöld voru Jeremiah Sola og Pálmi Freyr Sigurgeirsson sterkir fyrir KR ásamt Tyson Patterson en Igor Beljanski átti stórleik fyrir Njarðvík.

Myndir
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Evrópukeppni U-20 landsliða í Evora í Portúgal árið 1993.  Íslenska liðið, ásamt þjálfurunum Torfa Magnússyni og Friðriki Inga Rúnarssyni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið