© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
4.4.2007 | 12:16 | oddur
Úrslit Iceland Express deildar kvenna hefjast í kvöld
Úr bikarúrslitaleik liðanna í vetur (mynd: vf.is)
Í kvöld klukkan 19:15 hefjast úrslit Iceland Express deildar kvenna þegar Haukar taka á móti Keflavík að Ásvöllum í Hafnarfirði.

Það er mikil eftirvænting fyrir þetta einvígi en þessi lið hafa leikið marga stórleiki í gegnum tíðina. Skemmst er að minnast úrslitaleiks Lýsingarbikarsins þar sem að úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Þar sigruðu Haukar með einu stigi 78-77.

Liðin mættust alls fjórum sinnum í Iceland Express deildinni í vetur og sigruðu Haukar í þremur leikjum en Keflavík einu sinni. Haukar sigruðu fyrsta leikinn 90-81, Keflavík náði svo að sigra næsta leik 92-85, þriðja viðureign liðanna fór 95-84 fyrir Hauka. Síðasti leikur liðanna var æsispennandi en Haukar náðu að sigra hann 79-81.

Það má því búast við því að úrslitaeinvígið verði mjög spennandi og skemmtilegt ef að leikirnir verða svipaðir leikjum liðanna í vetur.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Þórir Magnússon leikmaður KFR var mikil langskytta. Hér er hann um það bil að hleypa af og Kolbeinn Pálsson leikmaður KR er aðeins of seinn til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið