© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
3.4.2007 | 10:50 | FÍR
Florida meistarar 2007
Í gærkvöldi var úrslitaleikurinn í háskólakörfuboltanum þar sem Florida og Ohio State mættust.

Uppselt var á leikinn eins og reyndar á nánast alla leiki í þessari keppni.

Florida voru háskólameistarar 2006 og gátu með sigri orðið fyrsta liðið til að vinna tvö ár í röð síðan Duke gerði það 1991 og 1992.

Svo fór að Florida voru einu númeri of stórir fyrir Ohio State og unnu á endanum nokkuð öruggan og sanngjarnan sigur 84:75

Greg Oden átti mjög góðan leik fyrir Ohio State en hann skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og varði 4 skot. Verður fróðlegt að sjá hvort hann fari í nýliðavalið fyrir NBA deildina en reiknað er með því að hann fari fyrstur ef hann fer.

Al Horford lék vel fyrir Florida en hann skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Reiknað er með að Horford fari með fyrstu mönnum í nýliðavalinu. Fleiri leikmenn léku vel fyrir Florida en liðið er mjög jafnt og stigaskor dreifist mjög vel. Einstaklega gott lið með stóru L
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá lokahófi KKÍ í gamla Broadway í Mjódd.  Jón Sigurðsson og Einar Bollason.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið