© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.3.2007 | 14:28 | oddur
Úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna hefst í kvöld
Tamara Bowie hefur leikið vel gegn Keflavík í vetur
Í kvöld, klukkan 19:15 hefst úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Haukar taka á móti ÍS og Keflavík fær UMFG í heimsókn. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Haukar og ÍS mætast að Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar eru fyrirfram taldar líklegri til þess að sigra þessa viðureign enda hafa þær unnið alla leiki liðanna í vetur. ÍS er þó með öflugt lið þegar allir leikmenn eru heilir og klárir í slaginn. Það er aldrei að vita hvað gerist ef að ÍS-stúlkur mæta tilbúnar til leiks. Seinasta viðureign liðanna að Ásvöllum var spennandi en Haukar sigruðu 68-60.

Keflavík og UMFG hafa leikið mjög spennandi leiki í vetur. Staðan í innbyrðis viðureignum eftir veturinn er 2-2 og liðin enduðu með jafn mörg stig eftir deildarkeppnina. Keflavík náði þó öðru sætinu því að þær voru með betra stigahlutfall í innbyrðis viðureignum. Það er mjög erfitt að spá fyrir um sigurvegara í þessu einvígi en bæði lið eru með marga efnilega leikmenn í sínum röðum.

Það verður því væntanlega spennandi og skemmtilega úrslitakeppni sem að hefst í kvöld.

Lokastaðan í Iceland Express deild kvenna.

Nánari umfjöllun um leiki kvöldsins má finna hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Hafdís Helgadóttir og Valur Ingimundarson voru heiðruð á lokahófi KKÍ 2007.  Hafdís fékk silfurmerki KKÍ og Valur gullmerki KKÍ.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið