© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.3.2007 | 11:43 | oddur
Bikarúrslit yngri flokka - laugardagurinn
Úr úrslitaleik Vals og UMFN í 11. flokki ka. í fyrra (mynd: karfan.is)
Um helgina verða bikarúrslit yngri flokka í DHL-Höll KR-inga. Alls verða leiknir 9 úrslitaleikir um helgina og mikið verður um dýrðir. Heimasíðan fékk Benedikt Guðmundsson, þjálfara meistarflokks KR og yngri flokka þjálfara til margra ára, til þess að spá í spilin fyrir helgina.

Þetta hafði hann að segja um leikina á laugardeginum:

Laugardagur 10. mars

10:00 9. flokkur drengja Hamar/Selfoss – Fjölnir
Ég er kannski ekki alveg hlutlaus þar sem ég þjálfaði þessa stráka hjá Fjölni, en Fjölnir er mun sigurstranglegri aðilinn. Þeir eru Íslandsmeistarar síðustu 2ja ára og hafa Hauk Pálsson sem er alveg sérstakt eintak sem nánast ómögulegt er að eiga við fyrir andstæðinga Fjölnis. Hamar vann sig upp í A-riðil í síðustu umferð og hafa mjög efnilega stráka á borð við Hjalta Þortsteinsson og Odd Ólafsson. Báðir eru virkilega flinkir bakverðir. Fjölnir hefur meiri breidd og ætti fólk að fylgjast sérstaklega með Birni Kristjánssyni sem býr yfir einu flottasta skoti landsins síðan Guðjón Skúlason var að raða langskotum.

12:00 10. flokkur stúlkna UMFH - Haukar
Haukar eru að leika til úrslita í öllum kvennaflokkum sem keppt er í um helgina sem sýnir að félagið er að verða stórveldi í kvennakörfunni hér heima. Mitt persónulega mat er það að Haukar hafa verið að nýta sér þau sóknarfæri sem eru í kvennakörfunni og uppskeran er eftir því. Ég er á því að 10. flokkur kvenna sé einn af þeim flokkum sem fari til baka í Hafnarfjörðinn með bikar í farteskinu. Gaman að sjá UMFH vera í úrslitum en ég er hræddur um að Haukaliðið sé of sterkt.

14:00 11. flokkur drengja KR - Fjölnir
Leikir þessara liða hafa verið mjög skemmtilegir í vetur og náði Fjölnir að leggja KR einu sinni en KR hefur verið nánast ósigrandi undanfarin ár. Fjölnir er með mjög teknískt lið og marga skemmtilega stráka sem eru mikil efni en þeir eru nánast allir að spila upp fyrir sig í 11. flokki. Ég spái KR naumum sigri með þá Snorra Sigurðsson og Örn Sigurðsson í fararbroddi en KR fær að hafa virkilega fyrir hlutunum gegn mínum gömlu lærisveinum. Mjög svo áhugaverður leikur hjá frekar ólíkum liðum.

16:00 Stúlknaflokkur Keflavík - Haukar
Haukastelpur hafa verið mjög sannfærandi í þessum flokki í vetur og unnu til að mynda Keflavík mjög sannfærandi þegar þessi tvö lið mættust í Íslandsmótinu. En bikarleikir eru öðruvísi og í þeim getur allt gerst. Keflavík hefur Margréti Köru Sturludóttur sem er frábær leikmaður og með slíkan leikmann er alltaf möguleiki. Haukar hafa mjög svo sterkan og breiðan hóp sem er ekki árennilegur. Stelpur á borð við Unni Töru Jónsdóttur eru farnar að leika stór hlutverk í meistaraflokki. Ég spái Haukum sigri í þessum leik þar sem Margrét Kara verður að gæla við fernu og Ragna Margrét Brynjarsdóttir tekur um 20 fráköst fyrir Hauka.

18:00 Unglingaflokkur karla Njarðvík - Fjölnir
Þetta verður hörkuleikur þar sem við sjáum marga stráka sem eru þegar farnir að láta vel að sér kveða í meistaraflokki þessara félaga og aðra sem eru að banka hressilega á dyrnar. Fjölnir er með marga öfluga leikmenn í þessum aldursflokki á meðan Njarðvík mun stóla mikið á þá Jóhann Ólafsson og Kristján Sigurðsson. Með þeim verður hinn gríðarlega sigursæli 89 árgangur. Það er erfitt að spá í þennan leik þrátt fyrir að Njarðvíkingar séu ósigraðir í unglingaflokki í vetur og hafi unnið leiki sína gegn Fjölni. Liðin í unglingaflokki eru sjaldan fullmönnuð en menn geta bókað það að bæði verða með alla sína helstu hesta á laugardaginn.

Umfjöllun Benedikts um sunnudaginn mun birtast seinna í dag.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik Hauka og UMFG í íþróttahúsinu við Strandgötu árið 1983.  Ívar Webster í uppkasti.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið