© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.2.2007 | 11:30 | OOJ
Mest spennandi bikardagurinn í Höllinni í 22 ár
Eiríkur Önundarson og Ólafur Sigurðsson með bikarinn (mynd: karfan.is)
Það hefur ekki munað svona litlu á milli liðanna í báðum bikarúrslitaleikjunum síðan árið 1985 og það má því segja að laugardagurinn hafi verið mest spennandi bikarúrslitadagur í 22 ár. ÍR vann Hamar/Selfoss með tveimur stigum, 83-81, í karlaleiknum og Haukar unnu Keflavík með einu stigi, 78-77, í kvennaleiknum. Það munaði því aðeins samtals þremur stigum í báðum leikjum til samans. Báðir leikirnir gátu farið í framlengingu og þá sérstaklega kvennaleikurinn því Keflavík fékk tvö víti til þess að jafna leikinn þegar ein sekúnda var eftir. Fyrir 22 árum unnu Haukar tveggja stiga sigur á KR í karlaleiknum, 73-71 og ÍS vann ÍR með einu stigi, 25-24, í kvennaleiknum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir mest spennandi bikarúrslitadaga síðan að báðir meistaraflokkarnir fóru að spila sína úrslitaleiki á sama degi í Laugardalshöllinni.

Mest spennandi bikardagarnir í Höllinni:

18. febrúar 2007 - 3 stig
Karlar: Hamar/Selfoss 81-83 ÍR
Konur: Keflavík 77-78 Haukar

28. mars 1985 - 3 stig
Karlar: Haukar 73-71 KR
Konur: ÍS 25-24 ÍR

29. janúar 1994 - 6 stig
Karlar: Keflavík 100-97 Njarðvík
Konur: Keflavík 56-53 Grindavík

9. febrúar 2002 - 7 stig
Karlar: Njarðvík 86-79 KR
Konur: KR 68-68 Njarðvík, framlengt (81-74)

30. mars 1989 - 9 stig
Karlar: Njarðvík 71-71 ÍR, framlengt (78-77)
Konur: Keflavík 78-69 ÍR

25. mars 1982 - 9 stig
Karlar: Fram 68-66 KR
Konur: KR 58-51 ÍS

1. febrúar 1997 - 11 stig
Karlar: Keflavík 77-66 KR
Konur: Keflavík 59-59 KR, framlengt (66-63)

24. mars 1983 - 12 stig
Karlar: Valur 78-75 ÍR
Konur: KR 56-47 Njarðvík

5. mars 1981 - 12 stig
Karlar: Valur 90-84 Njarðvík
Konur: ÍS 37-31 ÍR
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ársþingi KKÍ snemma á tíunda áratugnum. Á myndinni má meðal annars sjá Pétur Hrafn Sigurðsson, Hannes S. Jónsson, Guðjón Þorsteinsson, Eyjólf Guðlaugsson, Jón Einarsson, Kolbein Pálsson, Ingólf Jónsson, Sólrúnu Önnu Rafnsdóttur og Sigurð Valgeirsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið