© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
         
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.2.2007 | 18:34 | OOJ
Haukakonur bikarmeistarar í fjórða sinn
Fyrirliðar Haukanna , Pálína og Helena, með bikarana.
Haukar urðu bikarmeistarar kvenna í fjórða sinn eftir 78-77 sigur á Keflavík í úrslitaleik Lýsingarbikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. TaKesha Watson fékk tækifæri til þess að tryggja Keflavík framlengingu rúmri 1 sekúndu fyrir leikslok en klikkaði á fyrra víti sínu og Haukakonur fögnuðu sigri í frábærum og æsipennandi úrslitaleik. Ifeoma Okonkwo skoraði 23 stig fyrir Hauka og Helena Sverrisdóttir var með 23 stig og 14 fráköst. Watson skoraði 19 stig og María Ben Erlingsdóttir var með 18 stig.

Haukastúlkan Pálína Gunnlaugsdóttir var örlagavaldurinn í lokin en hún stal þá boltanum í stöðunni 74-74, skoraði úr hraðaupphlaupi og fékk víti að auki sem hún setti niður. Þá voru aðeins 32 sekúndur eftir og Keflavík náði ekki að jafna leikinn eftir það. Takesha Watson setti niður tvö víti og minnkaði muninn í 76-77 þegar 20 sékúndur voru eftir en Helena Sverrisdóttir nýtti 1 af 2 vítum þegar 10 sekúndur voru eftir og kom Haukum í 76-78. Watson fór síðan sterk upp að körfunni og sótti tvö víti þegar 1:08 sekúndur voru eftir en hún klikkaði á fyrra og mistókst að tryggja sínu liði framlengingu.

Helena Sverrisdótir hélt uppteknum hætti og átti enn einn stórleikinn í úrslitaleik. Haukar hafa ekki tapað úrslitaleik með hana innanborðs og að þessu sinni var hún með 23 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar. Helena var með 22 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst í bikarúrslitaleiknum 2005, 20 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar í úrslitaleik Poweradebikarsins 2005, 18 stig, 13 fráköst og 9,3 stoðsendingar að meðaltali í lokaúrslitum Íslandsmótsins 2006 og skoraði síðan 33 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 8 fráköst í í úrslitaleik Poweradebikarsins. Haukaliðið hefur unnið alla sjö úrslitaleikina sem Helena hefur spilað.

Haukar unnu bikarinn nú í fjórða sinn þar af í annað skiptið á þremur árum. Haukaliðið urðu einnig bikarmeistarar 1984, 1992 og 2005. Sex leikmenn Haukaliðsins í dag voru einnig með í bikarsigrinum fyrir tveimur árum. Þetta eru þær Helena Sverrisdóttir, Svanhvít Skjaldardóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir, Sigrún Ámundadóttir og Guðrún Ámundadóttir.

Fyrirliði Haukaliðsins, Helena Sverrisdóttir, fylgdi í fótspor móður og tók á móti bikarnum en móðir hennar, Svanhildur Guðlaugsdóttir, var fyrirliði Haukaliðsins sem varð bikarmeistari árið 1984. Þær eru því fyrstu mæðgurnar sem hafa tekið á móti bikarnum. Systir Helenu, Guðbjörg, var einnig í liðinu þrátt fyrir að vera aðeins 14 ára og kom meira að segja inn á í 4 mínútur í fyrri hálfleik.

Haukar eru nú handhafar allra fimm bikaranna sem er keppt er um í kvennaboltanum. Haukaliðið vann deildarmeistaratitilinn í febrúar 2006, Íslandsmeistaratitilinn í apríl 2006, Meistarakeppnina í október 2006 og Powerade-bikarinn í október 2006 og bikarinn í dag en Haukaliðið hefur þar með unnið sex titla undir stjórn Ágústar Björgvinssonar frá því að bikarmeistaratitilinn vannst árið 2005.

Atkvæðamestar í leiknum:
- Haukar -
Ifeoma Okonkwo 24 stig, 10 fráköst, 6 stolnir
Helena Sverrisdóttir 23 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar
Pálína Gunnlaugsdóttir 12 stig, 5 stoðsendingar
Unnur Tara Jónsdóttir 10 stig
Kristrún Sigurjónsdóttir 5 stig, 5 fráköst
- Keflavík -
TaKesha Watson 19 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar
María Ben Erlingsdóttir 18 stig, 6 fráköst
Bryndís Guðmundsdóttir 15 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar
Svava Ósk Stefánsdóttir 10 stig
Margrét Kara Sturludóttir skoraði ekki stig en tók 12 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 4 skot.




Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Einar Bollason með Dan Majerle leikmanni Phoenix Suns, í Bandaríkjunum árið 1995 – ásamt eintaki af tímariti KKÍ, “Karfan”.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið