© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.1.2007 | 21:38 | oddur
ÍR og Hamar/Selfoss komin í úrslit
Hamar/Selfoss og ÍR komust í kvöld í úrslit Lýsingarbikars karla. Hamar/Selfoss sigraði Keflavík í Hveragerði og ÍR lagði UMFG í Grindavík.

Báðir leikirnir voru æsispennandi og það þurfti að framlengja í Grindavík. ÍR byrjaði leikinn betur en Grindvíkingar náðu að komast aftur inn í leikinn. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 78-78 og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru ÍR-ingar sterkari og náðu að tryggja sér sigurinn. Tölfræðin.

Í Hveragerði var einnig hörkuleikur en þar náði Hamar/Selfoss að bera sigurorð af Keflavík eftir spennandi leik. George Byrd og Bojan Bojovic voru stigahæstir hjá Hamri/Selfoss. Tölfræði leiksins má sjá hér.

Sagan hefur því endurtekið sig en árið 2001 mættust einmitt ÍR og Hamar í úrslitaleik bikarkeppninnar eftir að hafa sigrað UMFG og Keflavík í fjögurra liða úrslitum.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með því hvort að ÍR nái að endurtaka leikinn og sigra úrslitaleikinn í Höllinni 17. febrúar næstkomandi.

Það vekur athygli að þjálfarar liðanna eru bræðurnir Jón Arnar Ingvarsson (ÍR) og Pétur Ingvarsson (Hamar/Selfoss).
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Kvennalandsliðið fleygir þjálfara sínum, Torfa Magnússyni, í sundlaugina.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið