S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
20.9.2015 | 10:03 | Kristinn | EuroBasket 2015
EuroBasket 2015 · Úrslitaleikurinn í dag
Eftir átta leiki á 13 dögum er komið að úrslitaleiknum hjá Litaháen og Spáni í dag. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma. Lið Spánar getur orðið fyrsta liðið síðan fyrrum ríki Júgóslavíu til að ná þrjá titla á síðustu fjórum Evrópumótum en Júgóslavía afrekaði það 1995-2001. Spánverjar léku með okkur íslendingum í B-riðli í Berlín og töpuðu tveim leikjum í riðlakeppninni en hafa síðan þá unnið rest og eru komnir í úrslitaleikinn. Sergio Scariolo þjálfari Spánar er á sínu þriðja móti og hefur farið heim með titilinn í tvö skipti og getur því orðið meistari í þriðja sinn með Spáni í dag. Litháen urðu Evrópumeistarar 2003 og lögðu einmitt Spán í úrslitaleiknum það árið. Í ár hafa Litháar leikið sex leiki sem hafa unnist með fimm stigum eða minna. Þeir töpuðu einum leik í riðlakeppninni á flautukörfu en hafa annars unnið alla leiki sína á mótinu. Litháen hefur nú afrekað það vinna sér inn þátttökurétt á öllum Ólympíuleikum síðan landið fékk sjálfstæði frá Rússlandi 1991 sem er mikið afrek en þau lið sem enda í efrihluta EM vinna sér inn rétt á Ólympíuleikana. Margra augu verða á tveim leikmönnum í úrslitaleiknum í dag, þeim Pau Gasol og Jonas Valanciunas, og einvígi þeirra í teignum. Báðir hafa leikið frábærlega á mótinu og hefur til að mynda Pau Gasol náð þrem tölfræði tvennum og Jonas fjórum. Jonas Maciulis hefur leikið frábærlega á mótinu fyrrir Litháen en hann er leikmaður Real Madrid á Spáni ásamt fimm leikmönnum Spánar sem er skemmtileg staðreynd. Það verða svo Frakkland og Serbía sem leika um bronsið á undan úrslitaleiknum á sunnudag kl. 12:00 að íslenskum tíma og verða báðir leikir í dag í beinni á RÚV og RÚV HD. |