S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
6.12.2006 | 15:14 | oddur
Lattes Montpellier fékk kanann sinn í tvíriti
Kelly og Coco Miller í leik með Georgia háskólanum
Þær Kelly og Colleen, kölluð Coco, eru fæddar 6. september 1978 og hófu körfuboltaferill sinn með Rochester Mayo-skólanum í Minnesota þar sem þær unnu meðal annars alla 27 leiki sína einn veturinn og komust alla leið í úrslitaleikinn í New York þar sem að þær reyndar töpuðu. Disney-myndin Double Teamed, sem var sýnd á RÚV um síðustu helgi, er einmitt byggð á sögu systranna en Kelly hafði fyrst meiri áhuga á blaki en körfubolta en snérist síðan hugur og fór að spila körfubolta með systur sinni Coco. Stelpurnar heita Heather og Heidi Burge í myndinni. Myndin endar einmitt á því að stelpurnar mætast í fyrsta sinn í WNBA-deildinni. Systurnar léku við góðan orðstýr með Georgia-háskólanum í Aþenu frá 1998 til 2001. Kelly er eini leikmaðurinn í sögu skólans sem er meðal tíu efstu í fjórum tölfræðiþáttum en hún er í 3. sæti í stigaskori (2177), 2. sæti í stoðsendingum (239), 4. sæti í stolnum boltum (285) og í 10. sæti í fráköstum (711.). Coco er í 4. sæti í stigaskori (2131), 7. sæti í stolnum boltum (225) og í 8. sæti í stoðsendingum (396). Báðar voru systurnar valdar Academic All-America sem tekur mið af bæði frammistöðu leikmanna í námi og körfubolta. Báðar lærðu þær líffræði og höfðu sett stefnuna á læknisfræðina áður en körfuboltaferillinn fór að ganga svona vel. Í nýliðarvali WNBA-deildarinnar vorið 2001 var Kelly valin önnur af Charlotte Sting en Coco var valin níunda af Washington Mystics. Kelly hefur skilað betri tölum í WNBA-deildinni en hún er með 7,7 stig og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í þeim 187 leikjum sem hún hefur spilað fyrir Charlotte, Indiana og Phoenix. Kelly átti sitt besta tímabil í sumar þegar hún var með 11,0 stig og 3,5 stoðsendingar í leik en árið 2004 var hún valin sá leikmaður sem tók mestum framförum milli tímabila. Coco hefur skorað 6,8 stig og tekið 2,5 fráköst í 186 leikjum með Washington Mystics þar sem hún hefur leikið allan sinn feril. Coco hefur þó betur á einstöku tímabili því sumarið 2003 skoraði hún 12,5 stig að meðaltali í leik. Kelly hefur byrjað 92 leiki í WNBA, alla á síðustu þremur tímabilum, en Coco hefur byrjað 81 leiki. Hún hefur aðeins 16 sinnum verið í byrjunarlið Washington í þeim 101 leik sem hún hefur spilað undanfarin þrjú WNBA-tímabil. Þó svo að systurnar hafi ekki leikið enn saman í WNBA-deildinni er Montpellier þriðja atvinnumannaliðið sem þær spila saman hjá. Fyrst spiluðu þær saman með Birmingham Power í NWBL-deildinni veturinn 2001-02 og í framhaldinu spiluðu þær tvö tímabil með Fenerbahçe İstanbul í Tyrklandi. Kelly Miller spilaði með kóreska liðinu Woori Bank Hansae veturinn 2004-05 og síðan með franska Euroleague-liðinu US Valenciennes Olympic í fyrra. Coco hefur ekki leikið í Evrópu undanfarna tvo vetur en ákvað að slá til þegar tilboðið barst frá Lattes Montpellier. Lattes Montpellier er efst í riðlinum eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið steinlá fyrir Megan Mahoney og Parma í fyrsta leik sínum í keppninni. Þetta er fyrsta ár félagsins í Evrópu og leikurinn gegn Haukum á dögunum var fyrsti heimaleikur félagsins í Evrópukeppni. Lattes vann þann leik með 51 stigi, 110-59, og hefur nú unnið sjö leiki í röð í deild og evrópukeppni til samans. Tölfræði Miller-systranna í leikjum þeirra með Montpellier í vetur: Franska deildin 77-66 heimasigur á Arras (18. nóv.) Coco 20 mín., 14 stig (hitti úr 7 af 12 skotum) Kelly 24 mín., 6 stig, 6 stoðsendingar (2/7) Evrópukeppnin 110-59 heimasigur á Haukum (20. nóv.) Coco 28 mín., 21 stig, 3 stoðs. (9/15) Kelly 24 mín., 4 stig, 6 stoðs., 3 stolnir (2/4) Evrópukeppnin 78-54 útisigur á Gran Canaria (23. nóv.) Coco 29 mín., 15 stig, 2 stolnir (7/10) Kelly 22 mín., 8 stig (3/7) Franska deildin 77-68 heimasigur á Clermont (26. nóv.) Coco 22 mín., 17 stig, 2 stoðs. (7/9) Kelly 31 mín., 13 stig, 8 stoðs., 3 stolnir (6/10) Evrópukeppnin 90-85 heimasigur á Parma (29. nóv.) Coco 28 mín., 7 stig, 3 stolnir (3/9) Kelly 35 mín., 12 stig, 5 stoðs., 6 stolnir (3/7) Franska deildin 58-57 útisigur á Saint Amand (3. des.) Coco 32 mín., 17 stig, 3 stolnir (7/14) Kelly 29 mín., 9 stig, 3 stoðs. (3/5 |