© 2000-2025 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
6.12.2006 | 15:14 | oddur
Lattes Montpellier fékk kanann sinn í tvíriti
Kelly og Coco Miller í leik með Georgia háskólanum
Franska liðið Montpellier er mætt á Ásvelli og spilar við Hauka á morgun fimmtudag í Evrópukeppninni. Tvíburarnir Kelly og Colleen Miller eru bandarísku leikmenn liðsins en þær eru báðar búnar að leika í WNBA-deildinni í mörg ár. Það er gaman að skoða aðeins afrekaskrá stelpnanna sem hafa spilað saman í háskóla og atvinnumennsku í evrópu en hafa aldrei spilað fyrir sama liðið í WNBA-deildinni.

Þær Kelly og Colleen, kölluð Coco, eru fæddar 6. september 1978 og hófu körfuboltaferill sinn með Rochester Mayo-skólanum í Minnesota þar sem þær unnu meðal annars alla 27 leiki sína einn veturinn og komust alla leið í úrslitaleikinn í New York þar sem að þær reyndar töpuðu. Disney-myndin Double Teamed, sem var sýnd á RÚV um síðustu helgi, er einmitt byggð á sögu systranna en Kelly hafði fyrst meiri áhuga á blaki en körfubolta en snérist síðan hugur og fór að spila körfubolta með systur sinni Coco. Stelpurnar heita Heather og Heidi Burge í myndinni. Myndin endar einmitt á því að stelpurnar mætast í fyrsta sinn í WNBA-deildinni.

Systurnar léku við góðan orðstýr með Georgia-háskólanum í Aþenu frá 1998 til 2001. Kelly er eini leikmaðurinn í sögu skólans sem er meðal tíu efstu í fjórum tölfræðiþáttum en hún er í 3. sæti í stigaskori (2177), 2. sæti í stoðsendingum (239), 4. sæti í stolnum boltum (285) og í 10. sæti í fráköstum (711.). Coco er í 4. sæti í stigaskori (2131), 7. sæti í stolnum boltum (225) og í 8. sæti í stoðsendingum (396). Báðar voru systurnar valdar Academic All-America sem tekur mið af bæði frammistöðu leikmanna í námi og körfubolta. Báðar lærðu þær líffræði og höfðu sett stefnuna á læknisfræðina áður en körfuboltaferillinn fór að ganga svona vel. Í nýliðarvali WNBA-deildarinnar vorið 2001 var Kelly valin önnur af Charlotte Sting en Coco var valin níunda af Washington Mystics.

Kelly hefur skilað betri tölum í WNBA-deildinni en hún er með 7,7 stig og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í þeim 187 leikjum sem hún hefur spilað fyrir Charlotte, Indiana og Phoenix. Kelly átti sitt besta tímabil í sumar þegar hún var með 11,0 stig og 3,5 stoðsendingar í leik en árið 2004 var hún valin sá leikmaður sem tók mestum framförum milli tímabila. Coco hefur skorað 6,8 stig og tekið 2,5 fráköst í 186 leikjum með Washington Mystics þar sem hún hefur leikið allan sinn feril. Coco hefur þó betur á einstöku tímabili því sumarið 2003 skoraði hún 12,5 stig að meðaltali í leik. Kelly hefur byrjað 92 leiki í WNBA, alla á síðustu þremur tímabilum, en Coco hefur byrjað 81 leiki. Hún hefur aðeins 16 sinnum verið í byrjunarlið Washington í þeim 101 leik sem hún hefur spilað undanfarin þrjú WNBA-tímabil.

Þó svo að systurnar hafi ekki leikið enn saman í WNBA-deildinni er Montpellier þriðja atvinnumannaliðið sem þær spila saman hjá. Fyrst spiluðu þær saman með Birmingham Power í NWBL-deildinni veturinn 2001-02 og í framhaldinu spiluðu þær tvö tímabil með Fenerbahçe İstanbul í Tyrklandi. Kelly Miller spilaði með kóreska liðinu Woori Bank Hansae veturinn 2004-05 og síðan með franska Euroleague-liðinu US Valenciennes Olympic í fyrra. Coco hefur ekki leikið í Evrópu undanfarna tvo vetur en ákvað að slá til þegar tilboðið barst frá Lattes Montpellier.

Lattes Montpellier er efst í riðlinum eftir þrjá sigurleiki í röð en liðið steinlá fyrir Megan Mahoney og Parma í fyrsta leik sínum í keppninni. Þetta er fyrsta ár félagsins í Evrópu og leikurinn gegn Haukum á dögunum var fyrsti heimaleikur félagsins í Evrópukeppni. Lattes vann þann leik með 51 stigi, 110-59, og hefur nú unnið sjö leiki í röð í deild og evrópukeppni til samans.

Tölfræði Miller-systranna í leikjum þeirra með Montpellier í vetur:

Franska deildin
77-66 heimasigur á Arras (18. nóv.)
Coco 20 mín., 14 stig (hitti úr 7 af 12 skotum)
Kelly 24 mín., 6 stig, 6 stoðsendingar (2/7)

Evrópukeppnin
110-59 heimasigur á Haukum (20. nóv.)
Coco 28 mín., 21 stig, 3 stoðs. (9/15)
Kelly 24 mín., 4 stig, 6 stoðs., 3 stolnir (2/4)

Evrópukeppnin
78-54 útisigur á Gran Canaria (23. nóv.)
Coco 29 mín., 15 stig, 2 stolnir (7/10)
Kelly 22 mín., 8 stig (3/7)

Franska deildin
77-68 heimasigur á Clermont (26. nóv.)
Coco 22 mín., 17 stig, 2 stoðs. (7/9)
Kelly 31 mín., 13 stig, 8 stoðs., 3 stolnir (6/10)

Evrópukeppnin
90-85 heimasigur á Parma (29. nóv.)
Coco 28 mín., 7 stig, 3 stolnir (3/9)
Kelly 35 mín., 12 stig, 5 stoðs., 6 stolnir (3/7)

Franska deildin
58-57 útisigur á Saint Amand (3. des.)
Coco 32 mín., 17 stig, 3 stolnir (7/14)
Kelly 29 mín., 9 stig, 3 stoðs. (3/5
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bekkjarlið 5. b í Fellaskóla sigraði í fyrsta Landsbankamóti ÍR í minnibolta 1983, en mótið var milli 5. bekkja í Breiðholti. Frá vinstri, Kjartan G. Björnsson, Grétar V. Grétarsson, Hermann Hauksson, Börkur Jakobsson, Gunnar Þór Arnarson og Rúnar Þ. Guðmundsson. Fyrir aftan stendur þjálfari drengjanna og íþróttakennari, Sigvaldi Ingimundarson. Sem kunnugt er varð einn þessara drengja, Hermann Hauksson; landsliðsmaður í körfubolta.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið