© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.11.2006 | 13:07 | OOJ
Fjögur lið efst og jöfn á toppnum í fyrsta sinn
Njarðvík og Grindavík eru á toppnum. Mynd: Karfan.is
Í fyrsta sinn í ellefu tímabila sögu núverandi fyrirkomulags í úrvalsdeild karla eru fjögur lið efst og jöfn að stigum eftir fyrstu sex umferðirnar. KR, Snæfell, Njarðvík og Grindavík eru öll með tíu stig af tólf mögulegum það er hafa unnið fimm leiki og aðeins tapað einum. Tap Njarðvíkinga gegn Snæfelli þýddi það að öll lið deildarinnar eru búin að tapa að minnsta kosti einum leik en Njarðvíkingar höfðu verið ósigraðir í fyrstu sex leikjum sínum síðustu tvö tímabil á undan þessu.

Úrvalsdeild karla hefur innihaldið 12 lið og 22 leiki allar götur síðan haustið 1996 og gamla metið átti einmitt þetta fyrsta tímabil fyrir áratug síðan. Njarðvík, Haukar og ÍR unnu þá öll fimm af fyrstu sex leikjum sínum og voru því efst og jöfn á toppnum. Á fimm af þessum ellefu tímabilum hefur aðeins eitt lið verið á toppnum á þessum tíma og þannig hefur raunin verið undanfarin þrjú tímabil.

Innbyrðisviðureignir ráða röð liðanna fjögurra sem hafa fengið flest stig í deildinni í ár. KR vann Snæfell með fjórum stigum og er því efst. Snæfell vann Njarðvík með 18 stigum en tapaði fyrir KR með fjórum og er því í 2. sæti. Njarðvík vann Grindavík með 3 stigum en tapaði fyrir Snæfelli með 18 stigum og er því í 3. sætinu. Grindavík tapaði með 3 stigum fyrir Njarðvík í eina innbyrðisleik sínum gegn hinum toppliðunum þremur og er því neðst af þeim og þar með í 4. sæti Iceland Express deildarinnar.

Topplið úrvalsdeildarinnar eftir 6 umferðir frá 1996-2006:
2006-07 KR (5 sigrar - 1 tap), Snæfell (5-1), Njarðvik (5-1) og Grindavík (5-1)
2005-06 Njarðvík (6-0)
2004-05 Njarðvík (6-0)
2003-04 Grindavík (6-0)
2002-03 Grindavík (5-1) og KR (5-1)
2001-02 KR (6-0)
2000-01 Keflavík (5-1) og Haukar (5-1)
1999-2000 Grindavík (5-1) og Njarðvík (5-1)
1998-99 Keflavík (5-1)
1997-98 Grindavík (6-0) og Haukar (6-0)
1997-97 Njarðvík (5-1), Haukar (5-1) og ÍR (5-1)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jón Arnór Stefánsson í sókn í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn 2009 en Páll Axel Vilbergsson er til varnar. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari á Fréttablaðinu, beitt þeirri nýjung hér á landi að koma fyrir myndavél í allri úrslitaseríunni á bakvið spjaldið og náði því oft skemmtilegum myndum líkt og þekkist úr NBA-deildinni.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið