S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
7.10.2006 | 0:03 | oddur
Haukar og Grindavík í úrslit í kvennaflokki
Helena Sverrisdóttir var með þrennu gegn ÍS
Haukar sigruðu ÍS í fyrri leik kvöldsins og Grindavík lagði Keflavík að velli í þeim seinni. Leikur Hauka og ÍS var frekar ójafn frá byrjun. Haukastúlkur léku mjög stífa vörn alveg frá byrjun og áttu stúlkurnar í ÍS erfitt með að stilla upp sókninni sinni allan leikinn. Munurinn komst í meira en 20 stig í fyrri hálfleik og héldu Haukar áfram sömu ákefð allan leikinn. ÍS náði á tímabili að leysa pressuna ágætlega og skoraði Helga Jónasdóttir í þremur sóknum í röð eftir að hafa fengið góðar sendingar frá samherjum sínum. Haukastelpurnar náðu þó alltaf að skora líka og hertu svo vörnina enn frekar. Þær unnu því öruggan sigur á liði ÍS. Helena Sverrisdóttir lék mjög vel fyrir Hauka og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Seinni leikur kvöldsins, á milli Grindavíkur og Keflavíkur var mun skemmtilegri en sá fyrri. Hann var hnífjafn framan af og skiptust liðin á því að skora. Hittni beggja liða var mjög góð og það rigndi niður þriggja stiga körfum. Liðin skiptust á því að hafa forystuna allan fyrri hálfleikinn. Þegar leið á seinni hálfleik fóru Grindvíkingar að ná undirtökunum í leiknum. Þær bættu vörnina hjá sér og héldu áfram að hitta ótrúlega vel úr skotum utan af velli. Keflavík átti ekki svar við þessu og misstu Grindvík of langt frá sér. Lokatölur í leiknum urðu 108 - 89 fyrir Grindavík en þær léku mjög vel í þessum leik. Tamara Bowie átti stórleik fyrir Grindavík en hún skoraði 30 stig og tók 22 fráköst í leiknum. Það er ljóst að það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á morgun. Bæði Haukar og Grindavík léku mjög vel í dag en fá stutta hvíld fram að næsta leik. |