S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
5.10.2006 | 23:41 | oddur
Keflavík og Njarðvík í úrslit
Hjörtur H. Einarsson skoraði 19 stig fyrir Njarðvík
Í fyrri leik kvöldsins mættust Keflavík og Skallagrímur. Mikil eftirvænting var eftir þessum leik, enda höfðu Keflvíkingar harma að hefna síðan í úrslitakeppninni síðasta vor. Þá slógu Borgnesingarnir Keflavík úr keppni í fjögurra liða úrslitum Íslandsmótsins. Leikurinn fór vel af stað og var æsispennandi allan tímann. Skallagrímur náðu forystunni en Keflavík var aldrei langt undan. Í fjórða leikhluta náði Keflavík forystunni með mikilli baráttu. Borgnesingum tókst ekki að nýta sóknirnar eins vel og áður og því misstu þeir forystuna. Keflavík lék vel í lok leiksins og báru sigur úr bítum. Jovan Zdravevski var áberandi í liði Skallagríms og skoraði 29 stig. Hjá Keflavík var Jermaine Williams með 24 stig og 14 fráköst og Arnar Freyr Jónsson skoraði 17 stig og var með 8 stoðsendingar. Það var mjög góð stemning á þessum leik, töluvert margir áhorfendur komu til þess að styðja sín lið. Borgnesingar létu vel í sér heyra og Keflvíkingar voru studdir af trommusveit sinni. Seinni leikur kvöldsins var leikur Njarðvíkur og KR. Þessi leikur var einnig mjög jafn og spennandi. Leikmenn sýndu góða baráttu og fín tilþrif. Liðin skiptust á því að hafa forystu í leiknum en undir lok þriðja leikhluta tókst KR-ingum að auka muninn og voru þeir með góða stöðu fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkingar voru þó ekki af baki dottnir. Þeir bættu leik sinn í fjórða leikhluta og unnu muninn jafnt og þétt upp. Jeb Ivey hitti úr nokkrum mikilvægum skotum og Njarðvík náði forystunni í lokin. KR-ingar börðust vel til þess að reyna að vinna upp muninn en Njarðvík hitti vel úr vítaskotunum í lokin og tryggði sér þar með sigurinn. Úrslitaleikurinn verður því á milli Njarðvíkur og Keflavíkur. Hann verður á laugardaginn klukkan 16:00 á eftir úrslitaleiknum í kvennaflokki. Á morgun verða svo fjögurra liða úrslit í kvennaflokki þar sem að Haukar taka á móti ÍS klukkan 19:00 og Grindavík mætir Keflavík klukkan 21:00. Það er frítt fyrir alla krakka 16 ára og yngri á leikina. |